Friday, June 09, 2006

Hvað klikkaði?

Það eru nokkur svona beisikk atriði sem virðist hafa gleymst að kenna mér á sínum tíma. 1. að keyra 2. dönsku 3. skriðsund 4. handahlaup. Ég er afar góður námsmaður og þess vegna kenni ég kennslunni eingöngu um. Þessi vankunnátta mín hefur ekki háð mér mikið hingað til. Ég hef gengið, hjólað, notað strætó og rútur í stað þess að keyra. Og kvarta ekki, hafiði heyrt mig kvarta ha, ha, ha? Nei, hélt ekki. Ég hef skírteini upp á það að ég kunni að keyra, gildir til 2000 og súrkál held ég. En bilíf mí að hafa próf og skírteini upp á að kunna eitthvað dössent mín ei þíng. Bílakennarinn minn var vinur hans pabba og var alveg með það á hreinu að ekki þyrfti nú að hafa mikið fyrir því að kenna sveitastúlkunni að keyra. "Þú ert nú búin að keyra traktóra og landróvera í fleiri, fleiri ár erþaggi?" sagði hann, hlustaði ekki á svarið og sendi mig svo í prófið eftir 4-5 bílatíma. Ég stóðst skriflega prófið að sjálfsögðu með stæl en ég held að prófdómarinn í verklega hlutanum hafi sleppt því að fella mig af góðmennskunni einni saman. "Jú, jú eigum við ekki bara að segja að þú hafir náð þessu" sagði hann um leið og hann henti mér skelkaður út úr kagganum. Og þannig gerðist það að 19 ára var ég komin með bílpróf, kunni ekki að keyra og hafði lítinn áhuga á því að bæta úr því. Nú er svo komið 10 löngum árum seinna að mig er farið að langa að læra listina. The people of Rvk. city, bee aware, the bombe might bee hitting the streets.........on a car and she doesn´t have a clue how to work it......múhahahahaaaa!
Dönsku lærði ég í marga langa vetur. Ég er með stúdentspróf í dönsku. Ég kann að telja upp að 20 og segja tak skal du har. Mér finnst hundfúlt að kunna ekki meira. Auðvitað á maður að kunna dönsku. Ég er að fara til Köbenhavn í næstu viku með fjölskyldunni. Við ætlum þannig að fagna öldrun móður minnar. Ég ætla að reyna að tjá mig eins og ég get á dönsku. Panta minn bjór og kaffi á dönsku allavegana "kan jeg ha en öl? Ja, tak skal du har" Held svei mér þá að ég sé betri í frönsku en dönsku.
Að kunna ekki skriðsund og handahlaup truflar mig minna. Mér finnst þó að skólakerfið hafi á vissan hátt brugðist mér. Ég meina handahlaup, hver kann ekki að kenna krakka að fara handahlaup? Ég get þó kannski ekki áfellst mína annars ágætu íþróttakennara. Ég var auðvita óvenju feit fram að 10 ára aldri þegar ég varð allt í einu óvenju og ótrúlega löng og mjó. Ég hafði þá bókstaflega enga stjórn á útlimunum. Erfitt að fara handahlaup þannig sko. Að kunna ekki skriðsund er aðeins verra. Sérstaklega eftir að hiphop meiðslin kom til sögunnar. Svolítið vont að geta ekki skipt á milli sundtegunda þegar ég geysist áfram í Grafarvogslauginni (fór þúsund metrana í dag). Finn aðeins til eymsla í öxlinni, helvítið hip hopið it's a curse.
Jæja best að fara að lesa danska tískublaðið sem ég keypti til að æfa mig í dönsku og ekki síður til að kynna mér hvad jeg skal köbe i Köbenhavn.
Venlige hilsen
Gunilla Svenson

7 comments:

Anonymous said...

Hummm, það er spurning hvort að ég skelli mér bara ekki í bílatíma líka. Þetta er að verða svolítið fáránlegt að keyra ekki og orðin 29 ára.

Anonymous said...

heyrðu við getum stofnað svona "að læra að keyra bíl" klúbb fyrir skvísur sem eru að verða þrítugar.
Ótrúlega góð hugmynd.

Anonymous said...

"Þú ert nú búin að keyra traktóra og landróvera í fleiri, fleiri ár erþaggi?" hahaha ég kannast svo vel við þessa setningu, fyndið.
Gaman að lesa bloggið þitt. Góða ferð til Kbh, ég mæli með búðunum í kringum Sankt Hans Torv (Nörrebro)t.d. á Elmegade og Ravnsborggade.
Svo geturðu líka æft þig í dönsku hér: www.aok.dk
Hilsen, Kristen Sigurdsen

p.s. við áttum 15 ára fermingarafmæli um daginn, vá hvað tíminn er fljótur að líða.

Anonymous said...

krútt...

Anonymous said...

"Tak skal du har" haha!! Þú átt eftir að brillera í Kaupmannahöfn og ef ekki í tungumálinu þá allavega í kaupunum.

Anonymous said...

Meira svona dútt.

Hölt og hálfblind said...

Klúbbur hinna ókeyrandi kvenna!
Gaman að heyra frá þér Kristen Sigurdsen, ég er nú allataf að búast við að hitta þig í strætó, en.....
Já ég er voða mikið dúttu krútt!!!