Nej hvor er det dejligt ad hygge sig med en öl (eller tvo eller tre) i solen i Köbenhavn. Það er líka svo fínt að drekka bjór upp á að æfa sig í tungumálinu. Losar svo vel um málbeinið, ég talaði semsagt reibrennandi dönsku allan tíman. Ruglaði dönskunni og frönskunni þó pínulítið saman þegar ég var líka búin að hella í mig úr rúmri rauðvínsflösku. Franskan fylgir rauðvíninu.
Nú vinn ég í því að éta og drekka mig niður eftir neysluorgíuna. Sit á kaffihúsi með bjór og er að fara í þrítugsafmæli til Hildar, hvítvín og snittur, jibbícola. Það er nú einu sinni þriðjudagur. En lífið er ekki bara bjórsukk og svínarí. Það er ekki síður mikilvægt að njóta litlu hlutanna í lífinu. Eins og til dæmis þess að pabbi keypti sér speglasólgleraugu í Tiger í Köben
og ég sá hund í björgunarvesti
og það settist fiðrildi á legginn á mér í dýragarðinum
og það eru svo fín hús í Köben
og ég á nýja skó
og sá götuspilara og aðdáanda
og síðast en ekki síst afmælisbarnið mamma mín, hún er mikið krútt og yndisleg kona
en örvæntið ekki systur, ég mun líka birta myndir af okkur, sætum og sællegum, með bjórvöðvana spennta og mikið af varalit.
6 comments:
Jiiiiii minn hvað Sveinn og Gunna eru flott. Sveinn er náttla eðlistöffari sjáðu til.
Hlakka til að heyra og sjá meira.
Ása pjása - sem er að fara í 18 manna fjölskylduferð til Króatíu af tilefni öldrunar móður minnar líkt og þú :-)
Þessi ferð var algjör snild og bráðnauðsynleg til að halda í manni lífinu í grámyglunni hérna á skerinu. Góða skemmtun í Króatíu Ása mín
Bjórvöðvana hvað? Eru þeir til?
Þetta var ógleymanleg ferð og er strax farin að safna fyrir næstu.
Guuuð, hugguleg lesning hjá huggulegri stúlku, bíð spennt eftir fleiri myndum. Hressir upp hádegismolluna hér í alrýminu í Borgartúni.
Drekka bara allir aldurshópar bjór í Köb..mér sýnist aðdáandann vera með stærra bjórglas en gítar-jögglerinn?
mikið er móðir þín ungleg og faðir þinn reffilegur
Já þau eru töff bæði tvö.
Post a Comment