Monday, May 22, 2006

The way icelandic princesses have fun

Við stelpurnar fórum út að borða á föstudaginn. Fórum í kjóla, settum á okkur mikinn augnskugga og varalit og í háhælaða skó. Borðuðum humar, lamb, sólkola og súkkulaði. Drukkum Pinot Grigio 2001, Cabernet Sauvignon 2003, Bordeaux 2001, portvín og cosmopolitan. Mikið gott og við vorum mikið sætar.


The girls

Brynja kom eftir matinn og heiðraði okkur með nærveru sinni. Húnn fékk rauðvínsglas og leit að vanda út eins og grísk gyðja.


Breezer

Mér fannst ég nú líka bara nokkuð sæt!


La bombe sexuelle

Við erum mjög kúltíveraðar ungar konur og ræddum heimsmálin af mikilli alvöru. Æskulýðsstarfsmaðurinn, tóbaksvarnarfulltrúinn og vinnusálfræðingurinn höfðu mikið um stöðu vímuvarna á Ísland að segja, í ljósi nýrrar könnunar sem gefur til kynna að vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað. Niðurstöður sem eru þvert á það sem fólk í meðferðargeiranum upplifir. Komandi kosningar báru vitaskuld einnig á góma og vorum við barnlausar konurnar sammála um að gjaldfrjáls leikskóli ætti ekki að vera forgangsverkefni í borginni eins og staðan er núna. Listahátíð, ástandið í Súdan, sauðburður, ítölskunámskeið og veðrið voru einnig á meðal umræðuefna. Eins og sjá má á myndunum voru málin rædd af mikilli alvöru.


The things that matter


Kosningarnar ræddar

Nei svona í alvöru þá vorum við svona nokkuð dannaðar mestallan tímann og ræddum málin í alvöru. Við erum mjög klárar sko.
Eftir dinnerinn kíktum við á djammið. Lentum allar á sjéns. Lýsandi fyrir þann föngulega hóp karlmanna sem gerðu hosur sínar grænar fyrir okkur er 21 árs bólugrafni guttinn sem hékk utan í mér á Kaffibarnum og elti mig svo heim og nörra útlendingurinn sem vildi bara tala um óhollustu flúors og msg við heilsusálfræðinginn. Hvernig stendur á þessu? Ég er alveg hætt að skilja!
En allavegana gaman þá sjaldan sem maður lyftir sér upp :=)
Sem minnir mig einmitt á það að Marian bauð í Júrovisjón dinner á laugardaginn.


Marian

Þar borðaði ég humar, túnfisk og nautalundir í góðum félagsskap við dúndrandi undirleik eðal júróteknótrashhevímetalballöðumjúúúsikkk. Gott partý.

Loksins loksins gerðist eitthvað (af viti) í Lost

5 comments:

Anonymous said...

þú átt skemmtilegt líf

Anonymous said...

Þvílíkt samansafn af gullfallegum stúlkum...

Anonymous said...

vildi að ég væri 29 ára barnlaus og laus og liðug blómarós eins og þið..........

Anonymous said...

Hjúkk, ég er fegin að finna ekki mynd af mér í þessum fríða félagsskap því litla myndageninu mínu var aldeilis skolað niður ásamt gómsætum veitingum Marians. Alltaf gaman að djamma með þér gæska.

Anonymous said...

Dásamlegt