Ég fór út að hlaupa í rigningunni áðan og gerði 5 armbeygjur á eftir og nokkrar magaæfingar. Mér leið svolítið eins og Rocky í Rocky III eða Lindu Hamilton í Terminator 2 já eða The Next Karate Kid (Sem Hilary Swank lét einmitt í upphafi ferilsins, þetta vissirðu ekki fíflið þitt). Sérlega hressandi að finna rigninguna lemja á sér meðan maður fann svitann spretta fram, spekið leka, vöðvana vaxa og þolið aukast. Ég kom að vísu við á sólbaðsstofu og skellti mér í einn 10 mínútna túrbótíma. Þá leið mér meira eins og Whitney Houston, eftir tímann það er að segja, samt áður en hún varð krakkfíkill. Ég er náttúrlega að safna freknum fyrir afmælið þannig að ég hef ágæta afsökun fyrir heimsóknum á ræktunarstöðvar heila- og húðkrabbameins.
Dópsalinn á móti fór uppáklæddur í leigubíl áðan með sambýliskonunni. Einhversstaðar hlýtur því að vera gott partý í kvöld.
Annars er það helst af honum að frétta að hann er afar duglegur við að bregða sér ber að ofan út á svalir með bjór í hendi þá daga sem sól er á lofti. Kauði verður því trúlega heltanaður á börum bæjarins í sumar. Gott fyrir bissnessinn að vera með gott tan geri ég ráð fyrir.
Rocky running
The next karate kid að gera æfingar
Linda Hamilton að vera svöl
Frú Houston að vera hún sjálf
No comments:
Post a Comment