Thursday, May 11, 2006

Oh so fresh

Ég vaknaði fyrir hádegi í gær og dreif mig út að hjóla á heiðbláu gírahjóli. Ég skellti mér í stuttbuxur og sólgula íþróttatreyju, tók hárið frá andlitinu með appelsínurauðri hárspöng og setti hressandi tónlist í eyrun. Hjólaði svo um vesturbæinn eins og ég ætti lífið að leysa. Stoppaði við og við og horfði út á hafið og hugsaði: Lífið er yndislegt. Fór svo í ræktina seinnipartinn, lyfti lóðum og gerði magaæfingar. Stemmningin: She´s fresh, she´s so fresh and exciting to me!
Í dag drattaðaist ég á fætur eftir hádegið einhverntíman og klæddi mig í gráan alklæðnað. Rölti svo með hárið ofan í augum á dimmasta og reykmettaðasta kaffihúsið í Reykjavík. Hlammaði mér niður ein út í horni með sterkan latte og möffins og heklaði úr ferskjulitu útsölugarni. Fannst ég verða að vega upp (já eða niður) á móti öllum ferskleikanum í gær. Stemmningin: You´ve been lying in bed for a week now, wondering how long it´ll take, you haven´t spoke or looked at her in all that time...........tiny tears make up an ocean, tiny tears make up a sea........how can you hurt someone so much youre suppose to care for, someone you said you´d always bee there for. Þvílík dramantík, þvílík snilld. (Tiny tears m. tindersticks, næstflottasta lag í heimi)
Gvöð einn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En hitt veit ég að í sauðburð ætla ég um helgina. Jibbí jóh jibbí jeih!


Stuart Staples söngvari Tindersticks, fáránlega kynþokkafullur

9 comments:

Anonymous said...

Ef þessi maður er kynþokkafullur ó mæ god, hvað eru þá eru George og Brad ?

Anonymous said...

del Toro var saetari, thessi er eins og kelling í samanburdi!

Anonymous said...

Ég sá hann einusinni - mjög sjarmerandi og/en mjög drukkinn (datt soldið mikið) - hann grét og grét með fögrum söng sínum.

Anonymous said...

ja stuart er god blanda af kureka og paeju, tindersticks eru svo kynthokkafullir ad eg gret einusinni a tonleikum med theim ;)
heyrdu, eg er buin ad taka fra 3.april 2007!!!hlakka til! eg aetla lika ad safna hari og freknum og ekki vera olett!.....
takk fyrir ad koma a tonleikana um daginn, vildi ad thu hefdir komist med i eftirpartyid, eg tapadi mer alveg i rassrokki, reyndar tapadi eg mer alla helgina, hef sjaldan sofid jafn litid, drukkid jafn mikid, skemmt mer jafn mikid og brosad jafnmikid...ja thad er gaman ad lifa...manchesterkvedja ragnax

Anonymous said...

Fínar andstæður í þér gæska. Takk fyrir að kynna mér fyrir Tindersticks á sínum tíma, svo sexý tónlist og söngvarinn hlýtur að vera það líka.

Hrólfur S. said...

hvad er rassrokk?

Anonymous said...

thegar hljomsveitin rass rokkar!

Hrólfur S. said...

já auðvitað hvernig læt ég

Hölt og hálfblind said...

Ég minni á að það er 7.apríl 2007 sem á að taka frá.

Já takk fyrir að bjóða mér á tónleikana Ragna. Fúlt að missa af rassi en svona er þetta, lífið er ekki bara tómur rass.

Sko Del Toro er sexy en held að Stuart sé enn kynþokkafyllri. Hann er bara svo yndislega innilega dimmraddaður, hrjúfur, gráhærður og dramatískur. Ég hef líka séð hann á tónleikum og grét næstum því af því mig langaði svo í hann!