Saturday, May 27, 2006

Kosningar og kynþokki

Góðan og blessaðan kosningadag gott fólk. Tími til kominn að skella sér í betri fötin, rölta á kjörstað og kjósa Samfylkinguna. Enda er Samfylkingin eini listinn í Rvk.city með oddvita sem hefur einhvern snefil af kynþokka. Ég er á þeirri skoðun að kynþokki sé stórlega vanmetið fyrirbæri í íslenskum stjórnmálum. Erlendis er alþekkt að stjórmálamenn nýti sér þetta frábæra fyrirbæri út í ystu æsar og nægir þar að nefna tvo valdameiri menn heimsins síðustu ár eða Tony Blair og Bill Clinton. Báðir eru sérlega kynþokkafullir og svo sjarmerandi að maður fyrirgefur þeim næstum hvað sem er (brunda í pilsfaldinn hjá siðprúðum ungum konum og að sleikja rassinn á Bush).




Fyrir utan kynþokkann er heldur bara ekkert vit í öðru en að kjósa Samfylkinguna. Ekki fer maður að kjósa íhaldið eða kommana. Ef fólk vill slá þessu öllu upp í létt grín er auðvitað hægt að kjósa framsókn og frjálslynda.
Lifið heil

5 comments:

Anonymous said...

Ég held að það hafi sannast með ágætum bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu og öðrum fyrrverandi í Reykjavík að kynþokki skiptir andskotan engu í pólitík.

Anonymous said...

nú erum við reykvíkingar aldeilis að fá ljótan og kynlausan borgarstjóra. eins gott að forseti lýðveldisisns er eins sætur og raun ber vitni

Anonymous said...

Það lítur út fyrir að það þurfi að splæsa í hrukkukrem handa Degi eftir kosningabaráttuna...hann er búinn að vera yggldur á brún á öllum myndum og í öllum viðtölum.

Anonymous said...

var clinton i framboði í Rvk, mér finnst að hann eigi að vera borgarstjóri í reykjvik

Hölt og hálfblind said...

Nei Clinton var ekki í framboði í Rvk.city en hann hefur borðað hér pulsu. Ég var mjög svekkt að rekast ekki á hann, verst hann hefði örugglega reynt að brunda í pilsfaldinn minn.