Wednesday, May 31, 2006

Enn af kosningum

Ég var ekki ein um að kvarta undan því að enginn barðist fyrir málefnum okkar barnlausa fólksins í kosnigunum. Helsti stjórnmálaspekúlant landsins Ólafur Þ. Haraðarson AKA Óli Harði benti á það í viðtali í blaðinu í gær að ein hugsanleg skýring lélegrar kosningaþátttöku gæti verið að málefni barnlauss fólks hefðu algjörlega setið á hakanum. Me and Óli we think alike. Jú jú það voru þarna slagorð eins og "heilbrigðan leigumarkað" "bættar almenningssamgöngur" og "lifi Laugavegurinn" en þetta ljúfa hvísl kafnaði gjörsamlega í herópum um lóðaúthlutun, umferðaræðar í stokka, gjaldfrjálsan leikskóla og flugvöllinn á Löngusker. Like I care hvaða ríka pakk fær úthlutað lóðum í hvaða úthverfum eða hvort fólk keyri börnin sín á jeppunum eftir stokkum, mislægum gatanmótum eða good old fashin götum. En nóg um það. Nú er bara að krossleggja fingur og biðja til Búdda að kaupmennirnir sem náðu völdum í borginni kæfi okkur ekki í hrossaskít.
Mikið er annars gott að það er farið að rigna. Gott fyrir gróðurinn.

3 comments:

Anonymous said...

já hvar var unga fólkið? Bara að tjilla niðrií bæ í góða veðrinu?
Það vantaði eitthvað stuð í þessa baráttu og unga fólkið var eflaust bara á kafi í próflestri, eða hvað?

Hölt og hálfblind said...

Er það í alvörunni skrítið að unga fólkið sitji heima þegar það eina sem tönglast er á í kosningabaráttunni er mislæg gatnamót og gjaldfrjáls leikskóli. Þetta eru einfaldlega mál sem brenna bara alls ekki á ungu fólki sem býr miðsvæðis í borginni. Við viljum lifandi og skemmtilega borg með eðlilegum leigumarkaði, spennandi menntunar og atvinnutækifærum, gróskumiklu menningar og afþreyingarlífi, góðum útivistarsvæðum, góðum almenningssamgöngum og og og bara BORG. Ekki umferðaræðar milli molla og úthverfa.

Anonymous said...

Gunnsa mín vertu fegin að hér eru ekki lengur torfkofar og malarvegir í borginni. Sem betur fer þá erum við ekki öll eins og þarfirnar mismunandi. Ungir og barnlausir þurfa kannski einhverntíma á leikskóla að halda og öll verðum við einhverntíma gömul og þurfum þjónustu. Það er bara að horfa á þetta út frá sem flestum sjónarhornum er það ekki málið? Gaman að þessum pælingum, það finnst mér allavega.