Monday, May 08, 2006

Ekki ráð nema i tima se tekið

Nú eru tæpir 11 mánuðir í daginn stóra og ekki annað að gera fyrir vini mína og vandamenn en að fara að undirbúa sig. Ég hef hér útbúið lítinn tossalista sem gott gæti verið að fylgja.
1. Safna hári
2. Mastera kransakökugerðina
3. Passa að verða ekki ólétt/ur (margar og fjölbreyttar getnaðarvarnir í boði. Ég persónulega mæli með skýrlífi, það hefur reynst mér afar vel í gegnum árin)
4. Plana að vera á landinu (ekkert bóhema, ég þoli ekki Ísland og verð að fara til Kóreu kjaftæði, tekið til greina)
5. Finna hið fullkomna partýdress (gott að bíða samt aðeins með þetta, þar til þema teitisins verður tilkynnt)
6. Safna freknum (um að gera að nýta yfirstandandi hitabylgju til hins ítrasta. Ég hef nú þegar safnað tugum ef ekki hundruðum eða þúsundum)
7. Finna viðeigandi umræðuefni til að hefja samræður við alla hina bóhemana, menntamennina og ónytjungana sem vonandi sjá sér fært að mæta
8. Taka hákarlalýsi og gera armbeygjur til að halda heilsunni í lagi
9. Æfa twist sporin, Dolly P taktana og slammið
10. Safna fyrir afmælisgöfinni!!!
11. Halda stuðinu gangandi

Gangi ykkur vel

2 comments:

Anonymous said...

held svei mèr thà ad èg hafi verid borin ì thennan heim til ad maeta ì thetta partì!
Èg er med eina nànast òslitna risafreknu yfir allt andlitid, èg er sem sagt mjog brùn.
Èg er sìdhaerd, drykkfelld, med stòr brjòst og get gert "orminn".
Svo er èg rìk og myndi sennilega gefa thèr demantshring ef mèr yrdi bodid.
Thad sem èg er ad reyna ad segja er: Mà èg koma ì afmaelid thitt Gunnhildur.

Hölt og hálfblind said...

Já kata þér er hér með boðið í afmælið mitt. Með því skilyrði að þér skerðið eigi hár þitt, haldir brúnkunni við, færir mér demantshring, gerir orminn og verðir í flegnum bol eða kjól.