Wednesday, August 10, 2005

Zæl

Jæja nú hefst ég handa.
Ætla að láta speki mína flæða út yfir lýðinn. Þetta verða held ég samt aðallega prumpubrandarar, djammdrama og tískuspekúlasjónir. Að ógleymdum pælingum um Lost og Desperate housewives. Trúlega lítið um pistla um kenningar í sálfræði eða nýjustu pælingar Páls. En það skiptir svo sem ekki öllu máli hvað ég skrifa, þetta er nú aðallega gert til þess að hafa eitthvað að gera í vinnunni á tryggjó! Það er ekki eins og ég búist við að margir skoði þetta blogg.
Kannski helst að þetta minnki álagið á msninu hjá fólki. Gunnhildur mætt í vinnuna kl.8 og byrjuð að troða sér inn í tölvurnar hjá vinnandi fólki: Jæja gæska, hress? stemmning í vinnunni? hvað var í matinn hjá þér í gær, ég fór á devítós, já og hvernig var í baði? góður þáttur í gær, ég drakk allt of marga bjóra og er með hausverk! oh gaurinn er sænaður inn og heilsar ekki! golfsett í afmælisgjöf, golfsett í afmælisgjöf! Osvfrv. osvfrv. osvfrv.......... Alltaf gáfulegar samræður í gangi á msn.
Annars er ég bara hress, takk fyrir, já já

2 comments:

Anonymous said...

Y í lýður :)

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir ábendinguna. Málfarskomment etu afar hressandi ;) Ég ætti nú kannski frekar að nefna þetta málfarsathugasemdir.