Það var svo mikið að gera í vinnunni í dag að ég gat bara ekkert bloggað, skandall. Kannski kominn tími til að hætta (í vinnunni auðvitað, ekki að blogga). Ég eyddi þó góðum tíma á msninu. Frakkinn minn homminn kominn úr sumarfríi og ég þurfti að spjalla mikið við hann. Það var afar hressandi. Hann er hress. Og sætur. Andskotinn. Hann er ekkert hommi sko.
Verð að viðurkenna að helgin olli vissum vonbrigðum. Ég rakst bara ekkert á Clint og félaga. Ég hitti þó Frikka Þór og Balta á öldurhúsi einu á föstudagskvöldið. Ég hélt nú að Clint myndi líta við til að spjalla við kollega sína en hann lét ekki sjá sig. Frikki var heldur ekkert að reyna að para mig saman við heimsfræga leikstjóra að þessu sinni. Hann vippaði sér að mér á Kaffibarnum einu sinni og tilkynnti að ég og Emir Kusturica ættum svona ljómandi vel saman, bæði í rauðum og hvítum skíðajökkum. Mikill hjónasvipur með okkur! Maðurinn er reyndar með eindæmum ófríður en hefur sinn sjarma og er auðvitað sjéní og stórkostlegur leikstjóri. Lét góðan grip mér úr greipum ganga það kvöldið! Balti var að vanda að reyna að heilla allar ungu laglegu stúlkurnar á djamminu, með opið niðrá nafla alveg. Þið getið rétt ímyndað ykkur kynþokkann sem geislaði af honum!!!
Hitti heldur ekki Björk þó að ég færi í Melabúðina, keypti því bara kjúkling í staðinn fyrir pasta. Hann var góður :) Eina selebretíið þar var ung leikona að nafni Vigdís Hrefna sem ég kallaði einu sinni hóru þegar hún kom í partí til mín og Ágústu á Bergstaðastrætið. Smá misskilningur og afbrýðissemi í gangi þar. Síðan þá hef ég komist að því að hún er sko bara engin hóra og með eindæmum indæl ung kona, kasólétt þessa dagana.
Lögfræðinga hitti ég heldur enga. Jú bara Heiðu sem vinnur á tryggjó. Hún er mjög sæt en ekki alveg lögfræðingurinn sem ég sá fyrir mér þegar ég hugsaði um 1500 norræna lögfræðinga fyrir helgi. Veit ekki hvar þeir héldu sig.
Jamm og já þannig að nú sit ég bara sveitt (eftir skokkið) heima með fínu fínu fínustu tölvuna í kjöltunni og slefa yfir túnfiskpastanu mínu og danska prinsinum. Mig langar í svona prins. Best að sturta sig áður en Lost byrjar. Lifið heil.
4 comments:
sko ég hef ekki verið Lost aðdáandi, hafði bara aldrei horft á þessa þætti, en í gær sá ég summary þáttinn. Alveig snilld að hafa svona summary þætti og koma svona "late commers"inn í málin. Já nú er ég memm.. í LOST pælingum.
Þátturinn í gær var reyndar ekkert spes. Þessi Shannon típa nett að fara í taugarnar á mér. Sayid allt of góður fyrir hana. Og Jack líka að fara í taugarnar á mér, hann má nú aðeins fara að slaka á. Góður endir samt, að vanda.
Nanínaníbúbú, ég varð "samferða" Clint á Laugarveginum ... kannski meira hlaupandi á eftir honum, oh well
Djöh, öfundsjúk!
Post a Comment