Thursday, August 25, 2005

Regrets!

Ég er að fara að sækja systurson minn í leikskólann í vesturbænum á eftir. Fyrir allmörgum árum sótti ég systurdóttur mína á þennan sama leikskóla. Sem er nú ekki frásögufærandi ef litla frænka mín hefði ekki spurt mig hvort ég væri til í að fara með sér í sund þegar ég er að klæða hana í úlpuna þarna á leikskólanum. Ég tjáði henni að ég gæti því miður ekki farið með henni í sund þar sem ég væri ekki með neinn sundbol með mér. Við hliðina á mér sat þá Jón nokkur Ólafsson sem var að sækja sitt barn sem var þarna í sama leikskóla. Þegar ég hef sagt barninu frá sundbolaleysi mínu snýr Jón sér að mér og segir með blik í augum að ég þurfi nú engan sundbol til þess að skella mér í sund. Ég geti bara farið nakin. Á þessum tíma vissi ég nú ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu, fannst þetta svona nett perralegt en líka bara fyndið. Flissaði bara eitthvað að þessu og roðnaði svolítið. Nú sé ég auðvitað að maðurinn var bara að reyna við mig. Ég klúðraði þarna svakalegu tækifæri til þess að næla mér í "kynþokkafyllsta mann þjóðarinnar" og "frábæran elskhuga og maka". Hildur Vala hvað, ég er miklu meira bombe sexuelle en hún og er ædol hjá mjög mörgum. Reyndar væri hann trúlega löngu búin að dömpa mér. Maður getur nú ekki ímyndað sér að þetta kyntröll nenni að vera eitthvað að dröslast með svona eldri konum, ég er næstum því þrítug!
Bendi á síðu kyngoðsins. Kynþokkinn flæðir bókstaflega frá þessari hressandi síðu. Mæli með að þú tjékkir á laginu Driving wild með Hebba og Lokbrá. Herbert klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
http://www.jon.is/nytt.php3

7 comments:

Anonymous said...

Eða Sammi í Jagúar, hvað er það?

Hölt og hálfblind said...

Afar athyglisverð komment. Mér varð einmitt hugsað til Samma sem er nú svolítið svona bangsatípan eins og Jón. En ég get þó verið sammála sumum um að Sammi sé sexí en Jón, neeei held ekki. hvað finnst þér um þennan samanburð Fanney?!!!

Anonymous said...

gott lag "..my heart running faster than my motorbike..."

Hölt og hálfblind said...

snilld! Þvílíkur textasmiður

Anonymous said...

hvað með davíð oddsson? hann hefur þennan stereótýpuvöxt og þetta svarta bangsahár sem kveikir í dömunum

Hölt og hálfblind said...

Nei brjálæðingar höfða ekki kynferðislega til mín, þó þeir séu feitir og með hárið!

Hölt og hálfblind said...

Ég hef nú aldrei heillast sérstaklega að þessu vaxtarlagi sem virðist heilla þessar tilteknu konur. Þetta er að breytast í spjallrás um kosti og galla hinna ýmsu karlmanna! Um daginn var það hárið, í dag er það vaxtarlagið, þetta er hressandi!