Mikið djöfulli eru mánudagar erfiðir dagar. Allavegana þessi mánudagur. Mig langaði bara að deyja í morgun þegar klukkan hringdi! En ég er orðin mun hressari eftir froðukaffi og smjörhorn hjá vinkonum mínum á Bagel í morgun og löðrandi pizzusneið hjá félögunum á Devítós í hádeginu. Kaloríur kæta! Nýja slagorðið mitt. Svo er auðvitað Lost í kvöld, það er nú hressandi tilhugsun. Verstur andskotinn ef Lock og hlerinn hans verða ekki í aðalhlutverki í kvöld. Það væri nú alveg dæmigert ef þátturinn yrði um eitthvað allt annað og mun minna krassandi til að vega upp á móti snilldinni í síðustu tveimur þáttum. Kemur trúlega í ljós.
Verð nú að minnast á lokaþáttinn af Aðþrengdum eiginkonum líka. Góður þáttur.
Bara svona aðeins til að koma því að: nærbuxur, nærbuxur, nærbuxur, ber að neðan, ber að neðan, ber að neðan, naríur, naríur, naríur og þar hafið þið það!
Annars er ég bara með frekar skítugt hár í dag og engan maskara en er betri í öxlinni og ekkert drasl í auganu, takk fyrir.
9 comments:
kannski er draslið í auganu úr maskaranum
Orlando ætti auðvitað að þekkja hvernig það er að vera með maskara! En eins og við fegurðardrottningarnar segjum og brosum svo í gegnum tárin: Beuty is pain
Löðrandi pizzusneið hjá Devítos ... spurning um að ég fái mér bara svoleiðis þar sem að þú villt ekki koma með mér út að borða í kvöld. Það eru nú ekki margir sem að neita bara að koma með mér út að borða!! Þú ert náttúrulega one of a kind.
Dolly Parton
Ég kvarta nú ekki undan þættinum í gær. Mikið drama og ég er ekki frá því að mér hafi vöknað aðeins um augu.
Dó sem sagt Rex?
Hmmm já. Eeen sú kenning er á sveimi að hann sé ekki dáinn í alvörunni! Hann sé bara eitthvað að plotta til að komast að því hver eitraði fyrir honum. Góð kenning?! Veit ekki.
Já er það, alveig mundi ég trúa þvi að hann væri ekki dauður, en mér finnst alveig ómögulegt að bíða fram í desember eða janúar að fá næstu seríu.
Jeminn eini ég er svo spennt að fá að vita hvort að ég er að fara að búa með skrifstofublók eða sörvetrínu í vetur.
Hvenær verða fréttirnar eiginlega opinberaðar?
Sambýliskonan to be.
Sko! Ég er að fara að hitta yfirgaurinn þarna á eftir til að ræða kaup og annað. Þetta kemur því bara í ljós. Patience my friend.
Post a Comment