Wednesday, August 10, 2005

Hip hop meiðsli!

Ég fór á tónleika með Snoop Dogg fyrir um mánuði síðan. Þetta voru massagóðir tónleikar og Snoop er ofursvalur gaur. Smá klám, ofbeldi og kvenfyrirlitning, hver kippir sér upp við svoleiðis smáræði. Hann er náttúrlega fyrst og fremst listamaður og gangster af guðs náð, ég fyrirgef honum alveg.
Allavegana þá gerðu harðsperrur í hægri öxlinni vart við sig daginn eftir tónleikana. Eðlilega þar sem ég sveiflaði hendinni í takt við krádið og Snoop nánast alla tónleikana. Ýmist með fokkmerki, písmerki eða bara svona hip hop hendi. Maður var náttúrlega rosa töff svona, 28 ára skrifstofublókin! Ég bjóst við því að harðsperrurnar myndu hverfa á eins og 2 dögum en viti menn þær eru bara að ágerast nú mánuði síðar. Nú á ég í mesta basli með að lyfta hendinni upp fyrir mitti. Ég er því farin að halda að þetta séu alvarleg hip hop meiðsli og að ég þurfi að leita til læknis. Ég hef þó í raun meiri áhyggjur af því að ekki sé um að ræða hip hop meiðsli heldur sé hér um að ræða músarálag á skrifstofublókina. Ekki alveg jafn töff! Ég ætla því að halda mig við kenninguna um að hip hopið taki sinn toll. Í dag er ég því hölt, hálfblind og með hip höp öxl.

5 comments:

Anonymous said...

Flott síða
Mega penni og hipp hoppari - varstu nokkuð að snúa þér á öxlinni eins og alvöru hipp hopparar?
Nei ma bara spi sig

Anonymous said...

þegar ég vann á tryggjó var ég líka alltaf með svona hipphopp sinaskeiðabólgu

Anonymous said...

Frábær síða ! Hlakka til að lesa meira :)

Anonymous said...

HÆ elskan!
Þú ert snillingur.
Yndislegt að þú sért farin að blogga, mun heimsækja þig mjög reglulega.
Kv.
Birna

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir stórkostlegar viðtökur, þið eruð einstakar, snillingar og pennar upp til hópa ;)