Monday, November 30, 2009

Peter

Ég á orðið uppáhalds kínverskan hérna rétt handan við hornið. Þetta er svona lókal búlla en óvenju snyrtileg og með hágæða gómsætan mat á góðu verði. Held ég gæti sátt borðað þarna á hverjum degi það sem eftir lifir Hong Kong dvalar. Eða bara það sem eftir lifir ef að út í það er farið. Þar sem ég sat þarna í hádeginu í gær, starði út í tómið og beið eftir nautakjötinu og hrísgrjónunum mínum kemur vestrænn maður inn á staðinn og er vísað til sætis við hliðina á mér. Ég sit steinþegjandi og held áfram að stara út í tómið. Maðurinn sat lengi vel og starði steinþegjandi út í tómið á meðan hann beið eftir rækjunum sínum. Svo gafst hann upp á þögninni og tóminu kynnti sig sem Peter og sagðist alltaf reyna að koma á þennan stað þegar hann er í Hong Kong. Í ljós kom að Peter er svona ljómandi skemmtilegur breskur flugmaður sem býr í Bretlandi og Frakklandi. Ef hann væri svona 20 árum yngri hefði ég trúlofast honum á staðnum og flutt í húsið hans í Frakklandi. Farið á dansnámskeið og enn eitt frönskunámskeiðið. Lært tennis og að tefla. Æft mig í franskri matargerð, skrifað bók, bækur og saumað og prjónað föt. Farið með kreditkortið hans Peters í verslunarferðir til Parísar og London. En nei nei 20 ár er 20 árum of mikið. Sorry Peter. Ég er á leiðinni í kuldan og kreppuna á Íslandi.

Saturday, November 28, 2009

Me and Bruce Lee

Ég er búin að afreka mikið síðustu vikuna. Hef reiknað og skrifað eins og vindurinn. Er alveg að verða búin. Með fyrstu lotu. Ætla að senda skýrsluna til leiðbeinandanna á mánudaginn. Fæ þetta svo trúlega til baka með breytingartillögum og gagnrýni. Vonandi þarf ég ekki að breyta miklu. En maður veit aldrei með þetta lið. Eins og er er mér nett sama um gæði og einkunn. Ég vil bara klára þetta helv.... Svo fór ég á stefnumót við styttuna af Bruce Lee. Lét að sjálfsögðu taka mynd af mér með kauða.




Það voru fleiri sem létu mynda sig með meistaranum.







Svo tók ég myndir af jólaljósunum. Hér skreyta þeir að sjálfsögðu með því að neonþekja heilu háhýsin með jólamyndum.


Saturday, November 21, 2009

Sjáum hvað setur

Ég fer frá Hong Kong eftir þrjár vikur. Þrjár vikur! Ég er búin að vera hér í fimm vikur. Sjiii. Lífið er búið að vera óþarflega hversdagslegt undanfarna viku. Skóli, borða, sjónvarp, sofa. Lægð. Það er líka búin að vera lægð yfir landinu og mjög kalt. Hitinn er búinn að fara niður í 12 gráður. Og ég get alveg sagt ykkur að það er skítakuldi þegar rakinn er hátt í 100%. Fólk hér er ekki vant svona kulda og ég ekki heldur. Ég er svei mér þá farin að kvíða kuldanum á skeri. Ég á eftir að frjósa í hel. En nú á hitinn að rjúka upp aftur og ég held að ég rjúki upp líka. Eins gott að reyna að njóta sín síðustu vikurnar hérna suðurfrá. Ég þarf reyndar að vera rosa dugleg að og klára skýrsluna mína. Ætla að einbeita mér 100% að henni í næstu viku og vita svo hvort ég get ekki slakað á skólavinnu síðustu dagana. Ég er búin að setja Víetnam/Tælands draumana á hold eins og er. Á of lítinn tíma og pening. Það er ekki gefins að fljúga frá Hong Kong. En ég ætla að sjá til. Kannski klára ég verkefnið á met tíma. Kannski dett ég niður á ódýrt flug. Kannski ákveður master card að vera örlátt. Sjáum hvað setur.

Sunday, November 15, 2009

Sunnudagur í Hong Kong

Það er skítaveður þennan sunnudag í Hong Kong. Rigning. Ég sit og bíð eftir síðasta Dim sum réttinum mínum. Ég er búin að fá rækju dumplings, gufusoðna svampköku og dumplings með svínakjöti Shanghai style. Skrítinn matur en góður. Fólk fær sér Dim Sum í hádeginu með teinu sínu. Og ég líka, loksins. Ég var alltaf eitthvað að vesenast með það hvar ég ætti að fá mér dim sum en rakst svo á bók í gær sem mælir með góðum veitingastöðum með góð verð. Þar var mælt með kantónskum stað beint á móti þar sem ég á heima! Þannig að núna sit ég í stórum sal á fjórðu hæð ásamt hundruðum kínverja. Allir að borða sunnudags dim sumið með fjölskyldunum sínum. Stemmning. Á eftir ætla ég að tylla mér á kaffihús og stimpla þessi orð í tölvuna. Athuga svo hvort ég finni flug til Víetnam eða Tælands á viðráðanlegu verði. Ég er allt í einu komin með þá flugu í höfuðið að fara til Tælands á matreiðslunámskeið í staðinn fyrir að fara til Víetnam. Ég er orðin nett obbsessed af asískum mat eftir þennan mánuð hér. Ég á stundum í erfiðleikum með að sofna af því ég er svo spennt yfir hvað skyldi vera í matinn hjá mér á morgun. Skyldi það verða japanskt ramen eða shushi, hainanese kjúklingur, tælenskt kurrí, víetnamskur lemongrass kjiklingur eða lókal núðlur. Skyldi ég skola kræsingunum niður með víetnömsku lime tei, mangósafa, kókosmjólk með rauðum baunum, grænu jasmine tei eða bara heitu vatni. Þetta er spennandi líf sem ég lifi!
Á föstudagskvöldið buðu systurnar Sally og Sandy mér upp á sushi í Tsim Sha Tsui. Við tókum The Star ferry yfir til Kowloon og borðuðum stórkostlegt sushi og rauðan hrísgrjónagraut með kókosmjólk, mangóbitum og mangóís í eftirmat. Stórkostlegur matur. Sandy systir Sally er Íslandsvinur mikill og er að plana sína aðra ferð til Íslands 2011. Hún var boðuð í útvarpsviðtal um daginn þegar það fréttist að McDonalds hefði gefist upp á Íslandi. Það þótti nokkuð fréttnæmt hér í borg þar sem McDonalds er með útibú á hverju götuhorni.
Nú er síðasti rétturinn loksins kominn. Illa útilítandi en ákaflega bragðgóð soðin svínarif í svartbaunasósu mmm.
Annars er merkilegt hvað fólk hérna veit mikið um Ísland. Eldri herramaður sem aðstoðaði mig í gleraugnabúðinni sagði að Ísland væri mjög frægt land. Félagi hans kom svo askvaðandi fram þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi og sagðist hafa ferðast um Ísland fyrir nokkrum árum. Félaginn var greinilega mjög heitur fyrir mér. Ég sá það og heyrði þrátt fyrir að hann væri með grímu fyrir vitunum. Hann var með mjög falleg brún augu sem sögðu allt sem segja þarf. Þeir félagarnir voru svo almennilegir að ég gat ekki annað en verslað við þá ný gleraugu. Ó já!
Í gær gekk ég frá háskólanum upp The Peak. Skemmtileg klukkutíma ganga upp skógi vaxnar hlíðar. Frá The Peak er stórkostlegt útsýni yfir Hong Kong Island (næst okkur á myndinni), Kowloon (hinu megin við Victoria Harbour) og The New Territories (byggð og græn svæði fyrir aftan Kowloon). Ég bý þarna hægra megin á myndinni einhversstaðar :)

Ég er sem sagt búin að afreka margt og mikið þessa helgi. Sigla yfir Victoria Harbor með The Star Ferry, fara upp The Peak og borða Dim sum.

Tuesday, November 10, 2009

Dagar 26 og 27

Skóladagar. Leiðinlegir skóladagar. Ég er að reyna að gera tölfræðina fyrir þessa blessuðu rannsókn. En sit föst. Ég fer út að hlaupa í garðinum. Finnst það mikið afrek. Ég ætla að drífa mig í sund í fyrramálið. Já ég skal.

Dagur 25 - Sunnudagur

Planið var að fara á ströndina í Repulse Bay eða Deep Water Bay. En svo er bara skýjað og þá nenni ég ekki á ströndina. Held því í kringluna. Vopnuð visakorti. Kaupi mér strigaskó og jakka! Gott hjá mér.

Dagur 24

Ég fór í gönguferð í Sai Kung með þremur stúlkum úr skólanum. Gaman að eyða laugardegi úti í náttúrunni með fólki. Geðveikt veður og fallegt svæði. Fiðrildin klikkuð. Ég dýrka öll þessi fiðrildi flögrandi um allt. Ég stoppaði stundum og gapti bara, þau voru svo mörg og svo stór og svo falleg og heillandi. Eftir gönguferðina fórum við og borðuðum Hong Kong mat. Núðlur með tómatsósu, Eggaldin með svínahakki, kjúkling og hrísgrjón. Góður og spennandi matur. Hér eru nokkrar myndir:


Á uppleið



Nýja vinkona mín



Fallegt



Ferðafélagarnir



Ég er aðeins stærri



Að koma frá Tsam Chuk Wan



Bananatré í blóma



Sally í Sai Kung þorpi



Fiskisalar



Viðskipti



Flottur



Á heimleið



Fiskisala í fullum gangi. Svo kom löggan og heilbrigðiseftirlitið og allir reknir í burtu.



Félagi

Dagur 23

Ég er eitthvað farin að slaka á í dagbókarfærslunum. Held að það verði varla daglegar færslur úr þessu.

Thursday, November 05, 2009

Myndir 4 - dagur í garðinum


Vinnandi konur



Vinnandi konur undir pálmatrjám, borgarbókasafnið í baksýn



Söngvari og bassaleikari Nuclear



Nuclear, megakúl



Aðdáandi



Man ekki hvað þessi hljómsveit heitir en það var eitthvað rosa svalt, kannski Day eða Rednoon eða Broken Lighter



Þessi dró viskípela upp úr töskunni sinni og fékk sér góðan gúlsopa. Ég var svolítið svekkt að hann bauð mér ekki með sér. Ég fór fljótlega eftir það.

Myndir 3 - Lamma


Hugguleg strönd á Lamma



Lamma skrímslið



Blóm



Lamma



Gömlu grænu í einni af sínum síðustu gönguferðum



Moi



Bærinn hans Barry



Í litla skrítna Lo So Shing þorpi



Gatan í Lo So Shing



Hamur



Kínverskir strandverðir á Lo So Shing strönd að pakka saman fyrir veturinn



Á ströndinni



Á ströndinni



Á ströndinni



To the beach to the beach



Stærsta og viðbjóðslegasta könguló sem ég hef séð



Lo So Shing



Ég að pósa fyrir sjálfa mig á Lamma



Stelpurnar í þorpinu



Í matinn er þetta helst: Rækjur, smokkfiskur, hörpuskel, hrísgrjón, steikt grænmeti, bjór



Í matinn er þetta helst: Fiskar bíða þess að vera borðaðir