Tuesday, April 28, 2009

Bonnie and me

Ég fór á Bonnie Prince Billy tónleika í síðustu viku. Tónleikarnir voru góðir og hann var í smekkbuxunum sínum. Ég var svo spennt. Þetta var svolítið eins og jólin. Ég gat ekki beðið og var mætt löngu áður en hann átti að byrja að spila. Ég fékk að opna einn pakka áður en pakkaflóðið byrjaði þegar hann kom óvænt og tók eitt lag með upphitunar söngkonunni. Svo byrjaði hann bara að spila og syngja og ég stóð stjörf með mogólítaglott á vörunum. Í einhverskonar gleðivímu, vissi varla af stað né stund. Svo var þetta bara búið. Pakkarnir búnir, kominn jóladagur og allir bara heima á náttbuxunum. Ég var nú að hugsa um að reyna að hafa upp á kauða baksviðs og biðja hans. En mér fannst það svolítið klént. Ég er að hugsa um að senda honum bara e-mail: Dear Bonnie, my prince. Will you marry me and be with me forever and ever. Have my children and wear my hand knitted sweaters over your "smekkbuxur". I can trim your beard and carry heavy stuff for you when your touring. We will have lots of sex, you will have to promise me that. I think we will make a great couple. I send you my photo as an attachment so you can see how incredibly hot I am without my clothes. Yours forever, love love love Gunnhildur
Annars tók hann ekki I see a darkness en helvítis Parísarbúarnir hafa verið svo heppnir að fá að heyra það. Oh það er svo hallærislegt að búa í París.

Sunday, April 26, 2009

Grískt sýnishorn


Í þorpi ömmunar


Afinn og amman hress


Búin að kyngja bita af grilluðum garnavöfðum lungum mmmm!


Lambið Lasarus og grilluð innyfli


Magagarnasúpan góða


Páskabrauðið bakað, María mey fylgist spennt með


Í þorpinu


Gröf Jesú Krists


Pabbinn


Central station Kalamata


Úsó í Aþenu


Það angaði allt af yndislegum appelsínublómum


Akrópólis og túristarnir


Það er mikið af yfirgefnum hundum í Aþenu, þessi býr á Akrópólis hæðinni


Ég á leiðinni upp á Akrópólis hæðina


Vinkonan, hringleikahús og Aþena

Saturday, April 25, 2009

Friday, April 24, 2009

Grikkland

Jú ég fór til Grikklands. Það var megastuð. Grikkland er fínt land. Aþena er svolítið hektísk . Brjáluð umferð og mengun. Allt ógeðslega dýrt. En stemmningin er góð. Næturlífið er þrælgott og byltingarandinn svífur yfir vötnum. Ég fór í hverfið þar sem óeirðirnar byrjuðu. Sá hvar pilturinn var skotinn. Drakk bjór með síðhærðum rokkurum. Heimsótti bílastæði þar sem til stóð að gera almenningsgarð en planinu var breytt í að reisa þar risavaxið bílastæðahús. Þar hefur fólkið nú gróðursett tré og gert kósí. Þegar okkur bar að garði var þar fullt af fólki að tsjilla í kringum varðeld. Svo fór ég og dansaði við fjallmyndarlega gríska homma í hommahverfinu. Hommarnir elska mig. Jú jú og svo skoðaði ég Akrópólis sem er frekar magnaður staður. Mögnuð bygging. Soldið gömul samt.
Á leiðinni suður eftir sá ég mörg brennd tré. Þetta hafa verið magnaðar hamfarir þarna um árið. Svakalega stór og mörg svæði sem brunnu og það dóu víst 84. Brunnu bara. Hrikalegt. En í suðrinu heimsótti ég þrjá staði. Borgina Kalamata. Hún er fín með fínni strönd og virðulegu fjalli. Þorpið Logga sem er 1500 manna krúttlegt þorp við sjóinn. Þar ólst vinkona mín upp, dóttir bæjarstjórans. Sem er fyndinn kall með yfirvaraskegg og hvítan hárkraga í kringum skallann. Hann talar enga ensku og ekki mamman heldur. Ég varð því að gjöra svo vel að læra bara grísku. Það gekk vel og núna get ég svona krafsað mig í gegnum grísku blöðin. Þetta er ekkert mál. Nú og svo heimsótti ég þorp í fjöllunum með íbúafjöldann 10 yfir sumarið. 7 á veturna. Þar býr amma vinkonunnar og afi. Þau eru massahress með sínar geitur og kindur. Búa til ólífuolíu fyrir fjölskylduna, geita og sauðaost, vín. Baka brauð og fara á milli staða á asna. Þar borðaði ég heimslátrað páskalamb á páskadag. Drakk vínið og borðaði ostinn. Guðdómlega gaman. Rölti með fjölskyldunni í kirkjuna. Það var í þriðja skiptið á þremur dögum sem ég fór í kirkju. Á föstudaginn langa mætir fólk í kirkjuna og gengur svo um þorpið með kerti og blómaskreytta gröf Jesúss Krists. Á miðnætti á laugardeginum mætir fólk og fær ljósið (kveikir á kerti), segir hvert við annað að nú sé Kristur upprisinn, fólk tekur kveðjunni með því að segja að það sé nú satt. Þegar Kristur hefur upprisið heldur fólk til síns heima og borðar súpu með görnum og maga páskalambsins. Lamshausinn með heila og öllu on the side. Það var ekki my cup of tea. Ég smakkaði samt eina skeið af magagarnasúpunni. Á páskadag heilgrillar fólk svo páskalambið. En svona á meðan það bíður eftir að lambið grillist gæðir það sér á hjarta, lifur og lungum lambsins vöfnu inn í garnir. Grillað gómsæti. Ekki heldur minn tebolli. En ég náði að kyngja einum bita. En lambið var þrælgott. Allt þar til í þriðja matarboðinu þegar húsmóðirinn og síðan húsfaðirinn otuðu stórum kjötbitum að vitum mínum. Tróðu kjötinu næstum því upp í mig. Ég gat ekki annað en étið. Þá fékk ég nóg. Laumaði síðasta bitanum í hundinn. Kannski synd, ég veit það ekki.
Ég drakk að sjálfsögðu úsó og kælt vín sem heimamenn kalla rauðvín (sötra reyndar svoleiðis akkúrat núna), borðaði mikið af fetaosti, ólífum og olíu. Mikið af góðum mat. Alltaf margir réttir. Steiktur geitaostur (sjúklega gott), baunamauk, djúpsteiktir litlir fiskar, grískt salat, brauð, ólífur, steiktar pylsur, smokkfiskur mmmm kalamari, grillaðar kartöflur. Borðaði sverðfisk. Herramannsmatur. Drakk grískt kaffi eins og ég hefði aldrei gert annað. Þeir sjóða bara saman vatn og kaffi. Bíða svo eftir að kaffið sígi til botns í bollanum. Fyrstu tveir bollarnir svolítið viðbjóðslegir en svo var mér bara farið að finnst þetta gott. Ég er svo gasalega fljót að aðlagast.
Mamma vinkonunnar sendi mig heim með tveggja lítra flösku af guðdómlegri heimagerðri ólífuolíu, krukku af ólífum, heimabakað páskabrauð (sem ég get reyndar ekki borðað af því mér finnst of mikið kindasmjörs bragð af því en ég kunni ekki við að segja nei því ég var búin að gúffa í mig svona brauði sem aðrir bökuðu), vín og úsó. Ég held svei mér þá að ég hafi sparað í fríinu, grætt jafnvel. Og fitnað. Öll spikast upp eins og mín kæra vinkona orðar það svo vel.
Það var gaman að upplifa þetta allt saman.
Myndir: Seinna kannski. Gengur eitthvað hægt að hlaða þeim inn á stolnu nettengingunni.

Sunday, April 12, 2009

suður á bóginn

Ég er farin til Grikklands. Ég ætla að vera 2-3 daga í Aþenu. Fíla mig með anarkistunum og rokkurunum þar. Spenntust fyrir næturlífinu. En maður skoðar nú Akrópólis. Svo ætla ég að eyða 5 dögum í þorpi við sjóinn sem er rétt hjá borginni Kalamata. Þar ætla ég að fagna orþódox páskum. Fara í skrúðgöngu með Jesús Krist á krossinum, kíkja í messu og í kirkjugarðinn. Borða lambakjöt. Átið og drykkjan er víst allsvakalegt þarna suðurfrá. Og þá sérstaklega um páska. Ég ætti að fíla mig vel. Ætla bara að vera í rósóttum sumarkjól sem er vel víður yfir kviðinn. Svona óléttukjól. Stay cool.

Saturday, April 11, 2009

Nýja

Ég er svo ofboðslega ánægð með nýju íbúðina. Íbúðina og svalirnar og hverfið og garðinn, markaðinn, kaffihúsin. Og veðrið, sólina, vorið. Öll blómstrandi trén. Ég er búin að skokka í garðinum. Búin að drekka rósavín og borða ananas í garðinum. Drekk kaffið mitt á svölunum og fylgist með nágrönnunum. Hér eru myndir af íbúðinni.


Í stofunni


í stofunni


Magnolia hjá nágrannanum og rassarnir á nágrönnunum



Gleym mér ey og kaffi á svölunum


lúgan, séð úr stofu í eldhús


í eldhúsinu


herbergið mitt (takið eftir grænu Bernhard Wilhelm góðæris lakk skónum í glugganum me love)

Friday, April 10, 2009

Suede - Animal Nitrate [1993]

ó jesúss minn nostalgían er allsráðandi

Thursday, April 09, 2009

Góðir páskar framundan

Guð ég er að hugsa um að fara að hlaða niður Skid Row og Guns 'n' Roses. Jafnvel Quireboys, Poison og Steelheart. Smá Metallica, Iron Maiden og AC/DC. Ég var aldrei Whitesnake aðdáandi. Eyða páskunum í garðinum með tóbaksklút um hárið og glysrokk í eyrunum. Það spáir sumarveðri um helgina og ég á fullt af súkkulaði. Páskaegg og allt. Á mánudaginn fer ég svo til Grikklands.

Wednesday, April 08, 2009

Skid Row - Sebastian Bach - Famous Last words (Kurt Lodder)

Sjáiði bara hvað hann er sætur og svalur. Flott hár og flott föt. Mig langar í buxurnar hans.

Skid Row - 18 And Life

Einu sinni var þetta uppáhalds lagið mitt með uppáhalds hljómsveitinni minni. Ég var 14 og fékk að fara ein til Reykjavíkur á tónleika með þeim í Laugardalshöllinni. Örugglega í mínípilsi. Ég var fremst og sannfærð um að Sebastian Bach væri í stöðugu augnsamandi við mig. Ég fíla þetta enn. Hann er bara svo sætur og svo góður söngvari.

Empire of the Sun - We Are The People

Hér eru þeir aftur hressu áströlsku strákarnir. Enn að flippa í búningunum sínum. En núna í Mexíkó. Þetta er voðalega katsí hjá þeim og ég er enn að fíla. En mikið held ég að ég verði komin með ógeð eftir viku. Mig langar til Mexíkó. Sjúklega.

Monday, April 06, 2009

Ég hlusta á fólkið í landinu

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta hér mynd af mér í teinóttu dragtinni. Hún er tekin á afmælisdaginn í nýju íbúðinni. Ég er nýklippt en búin að torga um það bil tveimur flöskum af freyðivíni og ómældu magni af franskri súkkulaðiköku og jarðaberjum þegar myndin er tekin. Dragtina keypti ég í Manchester 2006 í gleðivímu eftir Dolly Parton tónleika. Skórnir eru góðærisskór. Rándýrir Chie Mihara keyptir í Kron 2007. Njótið vel.

Sunday, April 05, 2009

Empire Of The Sun - Walking On A Dream

Hressir ástralskir strákar að flippa í búningum í Shanghai. Fíla.

Saturday, April 04, 2009

Erlendis og international.

Lífið er svona eins og það er. Ég er flutt í nýja íbúð, búin að skila inn fyrsta drafti af masters skýrslunni minni, er blönk en hamingjusöm. Það er búið að vera nóg að gera og spennandi tímar framundan. En það sem skiptir auðvitað mestu máli er að ég átti afmæli í gær. Og guðirnir ákváðu að vera svo almennilegar að gefa mér þvílíka sumarblíðu og gleði í afmælisgjöf. Ég átti hreint út sagt frábæran afmælisdag. Byrjaði á að sofa út (sem er nú svo sem ekkert nýtt) og fór svo í klippingu (sem er mjög nýtt því ég hef ekki farið í ár). Hjólaði svo nýklippt í sumarkjól á markaðinn í nýja hverfinu mínu. Spókaði mig þar um í einhverri brjálæislegri hamingjuvímu þrjátíuogtveggja ára konan. Ein. Keypti tvö kíló af jarðaberjum og nokkrar flöskur af freyðivíni. Bakaði svo franska súkkulaðiköku og skar jarðaber í sólinni á svölunum. Vinir komu í heimsókn og drukku bubblí og borðuðu súkkulaðiköku og jarðaber. Ég á orðið marga og góða vini í Hollandi. Það er gaman. Gott að eiga gott fólk. En já já jú jú ég er flutt í nýja íbúð í nýtt hverfi. Það er sjúklega fínt. Fín íbúð í fínu hverfi. Íslendingar myndu kannski margir ekki kunna að meta hverfið eða íbúðina. Ekkert upphengt klósett eða náttúruflísar á baðinu, eldhúsinnrétting úr plasti síðan 1989, þriðja hæð og engin lyfta. Í hverfinu eru töluð 100 tungumál. 101 núna. Mikið af konum sem hylja hár sitt og hverfisbúðin selur bara tyrkneskar vörur og halal kjöt. En ég er svo mikið erlendis orðin. Meginlands svona!