Ég eyddi síðustu tveimur dögunum á Íslandi í drama og grátkasti. Ég er viðkvæmt blóm. Töffarinn sjálfur. Finnst svo erfitt að fara frá fólkinu mínu. En nú er ég komin "heim" til Hollands. Þar sem fólk skautar um á sýkjunum og hjólar eins og það eigi lífið að leysa. Skreytir húsin sín með túlípönum og dregur ekki fyrir gluggana af því það hefur ekkert að fela. Hér er gott að vera. Búin að kveikja á kertum og svona. Fara í freyðibað og drekka te. Datt í hug að efna áramótaheit og eyða kvöldinu á barnum við hinn enda brúarinnar. Átti það skilið eftir að hafa massað fyrsta daginn í labinu. Pínu streitt en ekkert svo. Ekkert sveitt. En nei nei tedrykkja og tiltekt og bað hafði yfirhöndina. Kelling. Ég fer á barinn í vikunni. Ég lofa. Kannski bara oft. Þá verð ég full kelling. Mikið var annars gott að koma heim og hitta fólk. Fannst ég þó einhvernveginn sjá alla í mýflugumynd. Suma sá ég ekkert. Aðra á hlaupum. Bari bæjarins skoðaði ég lítið. Kúreka sá ég ekki. Enda eru þeir bara heima að daðra á facebook. Börn sá ég mörg. Krúttin.
Mynd. Ég í bleikum náttbuxum með nýja uppáhalds. Gunnhildibrand Sigrúnarson.
2 comments:
Er þetta nátthúfa?
Jamm. Eg sef alltaf med natthufu.
Post a Comment