Monday, January 05, 2009
2009
Árið leggst bara vel í mig. Það er samt talsverð óvissa í gangi. Sörpræs sörpræs. Ekki er ég á leiðinni heim eftir útskrift. Hvenær sem ég á svo eftir að útskrifast. Ég held ég sé ekkert á leiðinni til Hong Kong. Á samt erfitt með að afskrifa það algerlega. Kannski fer ég bara í haust. Það er samt freystandi að drífa í útskrift og fara að vinna fyrir alvörupeníngum, evrum. Vera bara í Hollandinu. Fara í doktorsnám. Nei þessi færsla lofar ekki góðu fyrir þetta blogg. Annað áramóta heitið mitt er einmitt að fara að taka hlutina pínulítið alvarlega. Vinna í náms og starfsframanum. Ég verð samt trúlega búin að gleyma þessu fljótlega. Farin að hanga bara heimsk og skrifa um strákana, partýstandið, kettina. Hitt áramótaheitið er að hanga svolítið meira á barnum hinum megin við sýkið. Sjitt ég trúi því varla að ég búi við sýki í Amsterdam eftir tveggja vikna dvöl á skeri. Finnst eins og ég hafi aldrei farið. Allt við það sama.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gledilegt nytt ar! Thu heldur svo afram ad bua i Hollandinu thegar thu ferd ad huga ad barneignum:
http://www.expatica.com/nl/lifestyle_leisure/lifestyle/dutch-life-is-good-for-your-children-36597.html
ég sakna þín strax, kæra vinkona.
Post a Comment