Wednesday, August 27, 2008

Normandy

Ég ælta til Frakklands um helgina. Ég og ástvina mín ætlum að sötra í Normandy rauðvín, lesa heimsbókmenntir og fá okkur hressingargöngur í sumarkjólum. Skellum okkur jafnvel til Rúðuborgar og skálum í kampavíni fyrir Hrólfi góðvini mínum heimsborgara og lífskúnstner. Keyrum yfir á morgun. Höfum pantað okkur gistinu á huggulegu gistiheimili í sveitinni ekki langt frá ströndinni. Lífið er ljúft. En á mánudaginn tekur helvítis alvara lífsins við. Skólinn skellur á með miklum þunga. Hef þegar fengið hnausþykkar og óskiljanlega vísindagreinar í hendur sem mér ber að lesa fyrir þriðjudag. En ég ætla ekki að vera með neinn bölmóð. þetta hefst alltaf alltsaman einhvernveginn. Ég segi bara í anda Óla míns Stef: ég veit ekki en ég meina ég er bara ógisslega glöð að hafa fengið þá gjöf að vera Íslendingur og ætla bara að halda áfram að vera svona æðislega creative og breyta heiminum og bara vera glöð og pínu gröð (ok hann sagði kannski ekki að við værum gröð en mér finnst það bara passa:).

Monday, August 25, 2008

Andinn

Ég er komin til Hollands. Nú er tími andans genginn í garð. Við Hrafnhildur eyddum kvöldinu við lestur biblíunnar. Þetta er úr 28 bók Jesaja. Hressandi: En einnig hérna reika menn af víni og skjögra af áfengum drykkjum. Prestar og spámenn reika af áfengum drykkjum, eru ruglaðir af víni, skjögra af áfengum drykkjum. Þá svimar í vitrunum sínum og allt hringsnýst fyrir þeim í úrskurðum þeirra. Því að öll borð eru full af viðbjóðslegri spýju, enginn blettur hreinn eftir.

Monday, August 18, 2008

Sunday, August 17, 2008

Þessir hasarkroppar böðuðu sig í Breiðavík

guðirnir og mennirnir

Nú líður að leikslokum. Ég fer burt af skeri eftir viku og Íslendingar voru að jafna gegn Egyptunum. 10 mínútur eftir af leiknum. Ég þori ekki að horfa. Og mig langar ekki í burtu. Það er gott að vera á Íslandi þrátt fyrir alla geðveikina. Ég á auðvitað svo gott fólk hérna og flestir sæmilega heilir á geði. Hef ekki heyrt vini mína eða fjölskyldu fagna borgarstjórnarsirkusnum eða olíuhreinusunarstöð. Ég veit svei mér ekki hvar allir þessir brjáluðu sjálfstæðismenn leynast. En einhversstaðar eru þeir. Dansa trúlega stíðsdans í kringum jeppana sína nú og hylla Hönnu Birnu. Stinga síðan vúdúdúkkur í líki Dags B. og Svandísar með títuprjónum í magann. Drekkja svartfugli í olíubaði í fjörunni til fórnar olíurisanum, skilja eftir áldósir fullar af kóka kóla á víð og dreif á hálendinu fyrir álguðina góðu. Það er nú einu sinni lúxuskreppa í aðsigi og það viljum við ekki. Við viljum áfram jeppa og flatskjái. Stætó nei takk það er sko ekki fyrir Íslendinga. Hér er svo vont veður. Fólk hefur sinn rétt til að horfa á sína raunveruleikaþætti á bíóskjám. Bókasöfn eru fyrir bjána.
Annars þarf ég að játa svolítið. Ég er skotnari í Alexander en Óla. Sko Óli minn er ennþá æði en jessúss minn Alexander er guð.

Friday, August 08, 2008

Ég er siðvönd ung kona

Myndirnar frá helginni eru bara því miður of djarfar til að birta þær hér. Of mikil nekt og brjálæði í gangi sko. Ég ætla hinsvegar að birta þessa settlegu siðsömu mynd af mér og nýfæddum syni Jónínu og Viðars. Ákaflega fínn drengur það. Ég er að pæla í að fara út um helgina og búa til eitt svona barn. Þetta fer mér eitthvað svo vel.

Tuesday, August 05, 2008

Krassandi helgi

Ég var skýjum ofar um helgina. Lá í sólbaði á Stálfjalli og horfði niður á skýin sem lágu yfir Breiðafirði. Það var yndisleg tilfinning. Svo baðaði ég mig berbrjósta í Sjöundaá. Það var ákaflega hressandi. Ég stakk mér líka til sunds í jökulköldum sjónum í Breiðavík. Hrrrresssssandi. Sat og dinglaði fótunum niður af Látrabjargi og horfði á lundana, hrafnana, mávana og svartfuglinn fljúga fyrir neðan mig. Hvað fæ ég fyrir að birta myndir frá helginni hér?