Gleðin yfir fótboltanum var svo mikil á föstudaginn að ég gerði nákvæmlega ekki neitt í gær nema að borða, sofa og horfa á sjónvarpið. Já íslensk kona, ekkert hölt og með fína sjón séu Chanel gleraugun á nefinu, kann sko að fagna með þeim appelsínugulu. Það varð allt vitlaust og ég líka. Dansaði fram á morgun með appelsínugulan fótbotahatt á höfði. Mjög töff. Í dag sat ég svo yfir tölfræði en megnaði nú að skokka hringinn minn og lyfta lóðunum mínum. Það fer þó eitthvað lítið fyrir því að ég sé að verða mössuð eins og Madonna. Held það séu allar rjóma, marsipan, smjör, sykur bollurnar sem ég læt alltaf freistast af. Í dag voru það viðbjóðslegir kremfylltir, súkkulaðihjúpaðir marsipanbitar. Hressandi.
Verð á skeri eftir 2 vikur, jibbicola.
2 comments:
Ásrún Gyða 5 ára skrifar.
Ég sakna þín mikið og hlakka til að hitta þig í sumar heima hjá mér.
Farðu oft í ræktina eins og mamma.
Koss og kveðja og góða nótt.
p.s. Ég vona að ég fái ís og sleikjó þegar þú kemur úr flugvélinni.
Elsku Ásrún ég sakna þín líka og hlakka ótrúlega að hitta þig þegar ég kem heim. Við skulum sko fá okkur ís og sleikjó, það er ekki spurning.
Vertu góð út á Spáni ;)
Post a Comment