Fyrir ekki svo löngu síðan, segju svona 9 mánuðum, hafði ég ekki svo lúmskt gaman af því þegar ég fann grátt hár í höfði mínu. Ég naut þess að einangra þetta einstaka hvíta hár sem ég fann á hálfsárs fresti, kippa því upp með rótum og bera það saman við öll hin glansandi heilbrigðu dökkbrúnu hárin mín. Ef ég held áfram að kippa hvítu hárunum úr höfði mínu mun ég trúlega enda eins og konan á geðdeildinni sem var búin að plokka öll hárin af höfði sér nema einhver tíu og talaði stöðugt við sjónvarpið. Ég fann held ég 5 hvít hár í dag, án þess að vera sérstakleg að leita, þau bara blöstu við mér. Ég kippti þeim öllum úr og er nú 5 höfuðhárum fátækari og 5 höfuðhárum nær geðdeildarkonunni. Ég sat áðan ein í eldhúsinu og bað leikmann nr.21 í þýska liðinu um að giftast mér fullum hálsi og í fullri einlægni. Ekki nóg með það heldur bað ég leikmann nr.3 í þýska liðinu um að verða eiginmaður nr.2. Þeir þáðu þetta góða boð báðir með þökkum. Ætli ég verði kyrrsett á 32C.
Mr.3
Mr.21
2 comments:
Góð samlíking hjá þér! Endilega reyndu að halda þér réttu megin við strikið í geðveikinni. Líst vel á makavalið.
Mér líst bara semi vel á makavalið, mér finnst eiginmaður númer 3 mjög sætur en er ekkert sérlega spennt fyrir nr. 21, losaðu þig við hann þó það verði erfitt!
Post a Comment