Thursday, April 03, 2008
hyper hyper úmpfa úmpfha!
Jú jú gott að vera 31. Full í dag og trúlega full í afmælispartý á morgun. Drykkur í skólanum og ég tók ákvörðun um, með hnút í maganum eftir nokkurra daga umhugsun, að ég sé að gera mastersverkefnið mitt um þessar stundir. Stór ákvörðun en góð. Ætla að taka mér frí í skólanum á morgun. Það er líka stór ákvörðun. Sef út, kaupi salernispappír, snakk og bjór fyrir partýið og sé svo til. Gæti jafnvel keypt mér afmælisgjöf fyrir 20 evrur eða svo. Spennandi að sjá. Strákarnir eru jafnvel að undirbúa að mæta með varlit. Úmpfa úmpfa hyper hyper (þori ekki að segja til með serbann kannski á hann kærustu kannski ekki, hann er á Ítalílu núna kannski er þar kærasta kannski ekki hvað veit ég af hverju lendi ég alltaf í þessu ég ætti auðvitað bara að gefa þetta upp á bátinn en svona gengur þetta bara takk fyrir afmæliskveðjurnar)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Til hamingju með daginn um daginn! Vona að Serbinn eigi ekki kærustu, mér finnst það passa ótrúlega vel við þig að eiga serbneskan kærasta!
Til hamingju með afmælið! Mikið varstu smart barn.
Til hamingju mín kæra. Þetta eru rjómatertur í lagi... Hafðu það sem allra best.
Alda
sæl snúllan mín.
Hann ætti nú að geta ropað því út úr sér hvort hann á kærustu eða ekki, blessaður maðurinn. Er ekki málið að spyrja hann hreinlega að því?? og ef svo er er það ekki endilega sú sem hann ætlar að giftast, hver veit.
Gunnusvipur á þessum tertum :-)
Til hamingju með afmælið Gunnhildur
Kv - Ása Björk
Post a Comment