Saturday, April 05, 2008

Wemalo?

Afmælispartýið var ákaflega vel heppnað. Dansað og drukkið fram á morgun í blöðruskreyttu eldhúsinu. Blastaði Amr Diab og Bubba upp úr öllu valdi, sambýliskonum mínum til mikillar armæðu og svefnleysis, en gestunum til mikillar gleði. Íslensku stelpunum fannst strákarnir allir svo sætir og hvöttu mig óspart til að reyna við þá. Gerðu ekkert í því sjálfar samt. Fannst ég eiga forkaupsrétt. Ég nýtti mér hann ekki. En mikið skemmti ég mér vel. Vinir mínir eru svo skemmtilegir og jú margir eru bara ansi hreint myndarlegir.
En núna langar mig bara að fara til Egyptalands og finna hann Amr og fá hann til að syngja væmin ástarlög á arabísku fyrir mig. Amr rúlar.
Var ég búin að þakka fyrir afmæliskveðjurnar. Ef svo er þá geri ég það bara aftur. Mér þykir ákaflega vænt um að fá kveðjur, sérstaklega á afmælinu mínu. Takk og milljón blautir kossar og næstum því óþægilega þétt og löng faðmlög.

No comments: