Ég er sorgleg kona, sorgleg. Sit ein heima á laugardagskvöldi og les tölfræði. Hlusta á Jens Ekman og hugsa um að fá mér oliebollen á morgun. Jens er krúttlegur sænskur söngvari sem er í uppáhaldi þessa dagana. Í myndbandinu flýgur hann um suðurlandið og syngur. Oliebollen er hollenskt jólagóðgæti ættað frá djöflinum sjálfum. Djúpsteiktar deigbollur með flórsykri. Einhversstaðar á milli ástarpungs og amerísks kleinuhrings. Óþolandi gómsætt. Ég gúffaði tveimur í mig í dag. Einni á leiðinni heim af markaðnum og annari með góðum espresso yfir tölfræðinni. Já svona er lífið spennandi í stórborginni þessa helgina.
4 comments:
mmm langar í svona bollur í morgunmat :)
Hvar finnur þú annars alltaf alla þessa söngvara og hljómsveitir? Þetta er mér svo algjörlega hulinn heimur, gleymi stundum að það er til tónlist í heiminum. Ómúsikölsk og taktlaus eftir því. Gott að hafa einhvern sem bendir manni á eitthvað svona sniðugt.
oooh ég gæti ekki lifað án tónlistar, þó ég sé taktlaus og ómúsíkölsk. Maður heyrir bara um einhvern og tjékkar á því. Internetið er auðvitað snilld til að kynnast nýjum tónlistarmönnum. Maður sækir bara þá tónlist sem maður hefur áhuga á að hlusta á. En sumt verð ég að eiga á alvöru geisladisk. Ég veit ekki hvaðan ég hef þetta. Byrjaði sem barn að hlusta mikið. Sat ein upp á háalofti og hlustaði á plöturnar sem stelpurnar áttu, Bruce Springsteen og Pink Floyd.
Getur þú tekið eina svona bollu með heim til Íslands handa mér?
Post a Comment