Saturday, December 15, 2007

þetta hár þessi augu þessi líkami

Ég þakka þeim sem tóku þátt í vali á álitlegasta mannsefninu fyrir mig. Það olli mér þó vonbrigðum hversu fáir tóku þátt. Ég álykta sem svo að það séu bara fjórir sem stendur ekki á sama hverjum ég eyði restinni af lífi mínu með. Hrólfur, Jóhanna, Fanney og Ágústa þið eruð sannir vinir og mjög elskuleg öllsömul. Ég tók vissulega til vandlegrar umhugsunar það sem þið höfðuð um menn þessa að segja og var mjög ánægð með keppanda númer 7. Bros hans er mjög sjarmerandi, hann virkar mjög hress og höfuðbúnaðurinn er statement, hann er ekki hræddur við að taka sjénsa og vekja eftirtekt. Maðurinn í fangabúningnum er örugglega vænsta skinn. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef komist að annarri niðurstöðu en þið. Ég hef valið þátttakanda númer 5. Þennan með síðu ljósu lokkana, ber að ofan með hálsmen. Ég stenst sjarma hans engan veginn. Svo exótískur og þó svo norrænn. Er ekki feiminn við að sýna hversu föngulegur hann er með því að fækka fötum. Hálsmenin eru plús. Og þetta seiðandi augnaráð, svolítið eins og hvolpur, eða lítill hræddur kínverskur strákur. Skeggrótin svo karlmannleg. Ef guð lofar tek ég hann með mér heim um jólin.

7 comments:

Anonymous said...

Ég virði val þitt vinkona. Þessi er án efa góður í rúminu og annars staðar. Þetta er bæði foli og kúreki.
Fanney

Anonymous said...

Þetta er ábyggilega vænsta skinn.

Anonymous said...

Það er bara svo erfitt að finna mann sem er nógu góður fyrir þig mín kæra. Þessi gæti komið til greina.

Anonymous said...

ég veit ekki..

Hrólfur S. said...

Útlitið er ekki allt, Gunnhildur.

Hölt og hálfblind said...

Segir þú Hrólfur sem hefur ekki átt annað en fegurðardrottningar fyrir kærustur. Og ekki hafa þær allar stigið í vitið!

Anonymous said...

Hei hvað með alla föngulegu prófessorana í Hollandi? Valið á milli þessara manna finnst mér stinga svolítið í stúf við það sem þú hefur verið að gefa í skyn upp á síðkastið. hmmm Þessi finnst mér vera að undirbúa einhvern vúdúgjörning eða færa fórn yfir eldi, líka kannski eitthvað smá í dópinu. En jújú ef maður fókusar bara á augun er hann kannski eins og hvolpur (en síðan hvenær varð það spennandi?)