Thursday, November 29, 2007

Internship

Já já hróin mín það er mikið um kúreka hér og ég er rosa spennt yfir því! En ég er líka rosa spennt fyrir náminu. Á næstu önn á ég að gera það sem kallað er internship. Í þessum rannsóknarmaster er það falið í því að gera eða taka þátt í rannsókn með leiðbeinanda. Ég var að redda mér leiðbeinanda og er súperglöð yfir því. Og það besta er að hann virðist ekki síður glaður að "fá" að vera leiðbeinandinn minn. Ég gerði sem sagt research proposal í síðasta kúrsi sem ég var í og honum leist svona líka rosa vel á hugmyndina og vill ólmur að ég framkvæmi þessa rannókn. Gaman gaman. Það spillir auðvitað ekkert fyrir heldur að þessi gaur er mjög myndarlegur og jafngamall og ég! Ekki mín típa samt. Of strokinn og snyrtilegur. Já og hugmyndin er semsagt um slúður, orðstír og tjáningu tilfinninga.

3 comments:

Anonymous said...

Til lukku :)

Hölt og hálfblind said...

Takk ;)

Unknown said...

Mér finnst eins og ég sé að stelast í handritið af Gray´s Anatomy