Já fjölskylduheisóknin tók ákaflega fljótt af. Þau voru rétt nýkomin þegar þau þurftu að fljúga aftur á eyjuna blautu. En þetta voru góðir dagar. Mikið labbað um og skoðað, margir bjórar drukknir og mat torgað. Systur mínar versluðu svo þessi heljarinnar ósköp. Ég held ég geti alveg sagt að þær hafi misst sig í búðunum. Eins og sönnum Íslendingum í útlöndum sæmir. Ég er líka eins og sannur íslenskur háskólanemi í útlöndum núna, treð í mig harðfisk og kúlusúkki sem fjölskyldan kom með handa mér. Já það var hressandi að fá þau í heimsókn.
Núna á ég að vera byrjuð að einbeita mér aftur að náminu. Það gengur ekkert allt of vel. Ég er voðalega afslöppuð yfir þessu. Sem ég held að sé bara alveg ágætt. Nenni nú ekki að vera í stöðugu stresskasti. Ég ætti samt eiginlega að vera í stresskasti yfir tölfræði áfanganum sem ég er í. Frekar svona erfitt að vera aftur farin að glíma við algebru kjaftæði. Aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Mér líst ákaflega vel á hinn kúrsinn sem ég er í, Social decision making. Kennarinn er ekkert svo sætur en nokkuð hress týpa og svo er nemendahópurinn svo skemmtilega samsettur. Auk Íslendingsins eru í hópnum þýsk, portúgölsk, indónesísk, bandarísk, hollensk og grísk stelpa. Svo eru í hópnum einn franskur strákur og annar grískur. Og svo eru ekki allir með sálfræði bakgrunn sem gerir þetta enn fjölbreyttara. Ákaflega alþjóðlegur og fjölbreyttur hópur.
Já það er gaman að þessu.
1 comment:
Æðisleg borg og útsýnið út um íbúðina okkar eitt það flottasta þó víðar væri leitað. Húsin skökk og hölluðu í allar áttir.
Gunnhildur fullkominn leiðsögumaður og leiddi okkur um helstu hverfi borgarinnar, ásamt því að vera búin að velja frábæran indónesískan stað. Pabba fannst maturinn hálfgerður óþverri:-)Hefði örugglega heldur viljað þverskorna ýsu.
Post a Comment