Já en ég og gríska vinkonan sem sagt komumst loks til Rotterdam og rokkuðum mikið þar. Byrjuðum á frozen margaritas og mexíkóskum mat og enduðum í ruglinu í brennivíni. Afar hressandi. Nei nei það var nú svo sem ekki mikið rugl á okkur en ég náði þó að koma niður tveimur brennivínsstaupum sem mér þykir nú bara ansi góður árangur.
Fyrir utan bjór og brennivínsdrykkju er ég svo bara svona eitthað að dúlla mér. Drekka te og lesa og kveikja á kertum og kaupa blóm og svona. Er frekar löt við lærdóminn þessa dagana. Bæði ég og námið er afslappaðra núna en á fyrri önninni. En ég les þó mitt og skila verkefnum. En hugsa ekki mikið. Svo er mikið framundan í félagslífinu. Sífellt verið að drekka bjór saman og endalaust af spennandi tónleikum og svo er ég að fara í lasertag og til Antverpen og á grískt menningarkvöld og í matarboð. Þannig að ég hef varla tíma fyrir prjónaskapinn. En ég verð þó að vera dugleg að sinna náminu líka í desmeber því þá er próf og ég þarf að skila rannsóknarhugmynd og flytja fyrirlestur. Nóg að gera þangað til ég kem heim þann 22. Beint í kampavínspartý á Klapparstígnum. Jeih!
Rokk og fokkíng ról
No comments:
Post a Comment