Wednesday, November 07, 2007
Austurstræti eða Amsterdam?
Æh stundum skil ég ekki af hverju ég er ekki að vinna í tískubúð eða skóbúð eða plötubúð eða jafnvel bókabúð eða videoleigu. Hef allavegana meiri áhuga á fötum, skóm, tónlist, skáldsögum og kvikmyndum en tölfræði. Finnst stundum eins og það sé meiri bölvun en blessun að geta lært. Maður þarf einhvernvegin að nota þennan heila eins mikið og hægt er. Verð að læra úr því ég hef örlítið vit í kollinum. En kannski væri ég bara að vinna í Mótor í Kringlunni eða í vínbúðinni í Austurstræti (hef líka mikinn áhuga á bjór) eða bókabúðinni í Mjódd. Hmmm nei þá kýs ég nú frekar Amsterdam. Mikið er hún yndisleg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Þú ert snillingur.
Gaman að þessu bloggi hjá þér,ég fylgjist með á hafinu,er að fara til Tromsö í Noregi á mánud til að fara um borð, úff nettur kvíði í maganum,bestu kveðjur Einar Árni
Ég fylgist líka með þér daglega mín kæra þó svo að ég sé löt við að commenta. Þú ert yndi.
Gott hjá þér að kjósa Amsterdam -- en svo að ég sé nú pínu eigingjörn þá hefði ég nú kosið að hafa þig hér á Íslandi :-)
Ég fylgist líka vel með þér þrátt fyrir afspyrnu léleg commentaskil hjá mér.
Heyri á nágranna mínum að það sé byrjað að plana næstu fjölskylduferð til Amsterdam.
Luv Fríða
Takk fyrir kommentin elskurnar mínar.
Takk fyrir kommentin elskurnar mínar.
Post a Comment