Thursday, September 13, 2007

Bond og stress

7000 stúdentum vantar nú húsnæði í Amsterdam. 7000. Í byggingunni minni eru íbúðir þar sem 17 manns deila subbulegu eldhúsi og baði. Það eru sérstakir stúdentagámar í úthverfunum, þar búa stúdentar í þartilgerðum gámum. Samnemendur mínir þurfa sumir að hjóla í klukkutíma til að komast í skólann. Ég er svo hamingjusöm með fína lillafjólubláa herbergið mitt í miðborginni. Með eigin vaski og allt! Já maður þarf bara að lækka standardinn aðeins, það er ekki um neitt annað að ræða. Og fröken neikvæð hefur lofað að hætta að kvarta um húsnæðið. En hún finnur sér alltaf eitthvað. Nú kvartar hún sárt yfir því hvað Hollendingar eru stoltir af því að vera umburðarlyndir. Já já. Annars hef ég bondað best við stúlku frá Serbíu sem er með mér í náminu. Hún sérhæfir sig í taugasálfræði og aðferðafræði, er með slétt músagrátt hár niðrá mitt bak, nokkur aukakíló og helsta áhugamál hennar er að lesa vísindaskáldskap. Ég fíla hana vel. Nú og svo er það 21 ársa stúlkan frá Indónesíu, sem talar stöðugt og nær mér upp í mitti. Mér líst líka mjög vel á þá þýsku. Nú og svo er þarna íslenskur drengur að nafni Guðmundur. Rólyndistýpa svona, alvörugefinn og hlédrægur, en er svo bara helvíti fyndinn og skemmtilegur. Sem sagt týpískur Íslendingur. Veit ekki hvað skal segja um þá amerísku. Hún er indæl, talar svolítið mikið. Nú og svo Hollendingarnir, allir voða almennilegir og áhugasamir um þetta íslenska fólk með skrýtnu nöfnin.
Ég hef verið meira og minna úttauguð í stresskasti, ósofin, þambandi kaffi síðan skólinn hófst. Það er alveg ljóst að þetta á eftir að vera mikið álag. Það er lítið um próf í þessu námi en þess stað vikuleg verkefni sem gilda til einkunnar. Sem sagt tveggja ára próftörn. Ég er nú þegar komin með slæma húð, reitt hár og snert af magasári. Og það er bara liðin ein vika. Gaman að þessu.
Missi víst af göngum og réttum þetta árið. Það er verst.

1 comment:

Hanna Kristin said...

lillafjólublá skóla rómantík...
Þú ert svo incredibles og aðlaðast aðstæðum eins og ekkert sé