Monday, September 17, 2007
ah
Líkt og ég eyddi síðustu helgi í geðsjúku stresskasti eyddi ég nýliðinni helgi í algjöru kæruleysiskasti. Ég las varla staf og skrifaði of fáa. Drakk hinsvegar marga bjóra og spókaði mig um í sólinni. Hitti íslenskar stelpur sem hér eru í námi og hlustaði á hryllingssögur þeirra af húsnæðismálum. Ég verð sífellt ánægðari og ánægðari með húsnæðið sem mér var skaffað. Held að lillafjólublár sé bara orðinn uppáhaldsliturinn minn. Og hver þarf upphengd klósett, nýjar elhúsinnréttingar, hvíta veggi og kósíheit. Ekki ég allavegana. Ég náði þó að skila einu verkefni af mér í morgun og þarf nú að drífa í nokkrum sem ég þarf að skila í kvöld. Dagurinn í dag er þó kjörinn til inniveru og lærdóms enda mígrignir í Amsterdam. Ég skveraði mér þó út í Albert Heijn áðan og verslaði í matinn. Og ég skal nú bara segja ykkur það að það er bara alveg ógeðslega gaman að versla í matinn í Albert Heijn. Það er svo brjálæðislegt úrval að það er alveg æðislegt og allt svona um það bil helmingi ódýrara en á skerinu. Fyrstu dagana mína hérna fór ég á hverjum einasta degi og eyddi heilu klukkustundunum þar. Lúði. Jæja best að drífa í þessu helvíti. Hvernig skyldu göngur og réttir annars hafa gengið?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
göngur og réttir gengu að mestu stórslysalust fyrir sig. Vorum að koma heim og allir dauð þreyttir eftir réttarstúss. Meir um Það seinna:-)
Þú ert svo skemmtileg Gunnhildur.
Það gekk vel í réttunum og maður með tilheyrandi marbletti á lærunum og Smári rauður í andliti því að sjálfsögðu djöflaðist hann mikið við að draga og fékk eina kind í andlitið. Gaman að þessu. Gangi þér vel í fjölmenningunni.
Já maður er svona aðeins lerkaður eftir rollustússið og komin með hlussufrunsu. Það smalaðist vel og náðum við meira að segja fullt af risaútigangsrollum. Gaman að því :)Funi stóð sig eins og hetja og ég gaf honum samloku með salati og skinku sem hann kjamsaði í sig. Mói var öllu kjánalegri, er ekki svona reynslubolti eins og Funi gamli og hneggjaði endalaust svo bergmálaði í fjallasölunum ef við vorum einhversstaðar ein að þvælast. Þrengslin í Torfhvalastöðum eiga einna síst við mig í þessu stússi, ég svaf t.d. ekki einn einasta dúr aðfaranótt laugardags og var fegin þegar klukkan var orðin 6 og ég mátti fara á fætur og út í frostið.
Já er þetta mikið púl þetta nám? Hvenær byrjar jólafríið? :)
Kv, Sigrún sys
Post a Comment