Sunday, August 26, 2007

Tattúveraðir menn

Heellúú!
Einhverjir virðist hafa áhyggjur af að ég sé orðin örvæntingarfull og nái mér í fyrsta tattúveraða manninn sem verður á vegi mínum. En ég get nú huggað áhyggjufulla með þeirri staðreynd að það er ekkert svo mikið af tattúveruðum mönnum hér í Hollandi. Mennirnir í Berlín eru voða svona eightís eitthvað (krúnurakaðir tattúveraðir pönkarar eða týpur í skinny jeans með þykk gleraugu) á meðan mennirnir hér eru meira svona næntís eitthvað (mikið hár og klassískar gallabuxur, týpugleraugun og hanakamburinn víðsfjarri). Nú og svo vil ég minna fólk á að ekkert hefur gengið hjá mér síðustu 15 árin að finna mér barnsfaðir heima á skeri þannig að líkurnar á tattúveruðum kærasta á næstunni eru ekkert gífurlega miklar.
Annars er ég bara hress. Er að fara á kynningu í skólanum á morgun og fæ svo herbergið mitt hinn. Í dag ætla ég að kanna hollenska sundmenningu. Er strax farin að sakna lauganna heima mikið. Væri til dæmis kjörið að skreppa í vesturbæjarlaugina núna og synda þúsund.
Ble

3 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan! Bara láta vita að ég fylgist með þér :) Lifðu og njóttu! Væri til í að kíkja í heimsókn til þín einn daginn...

Knús og kossar frá Reykjavík,
E.

Anonymous said...

Sælar skvís.
Ánægð með þig að vera bara komin í námsmannastellingar á meginlandinu :D Hvað ertu svo að fara að leggja stund á í hámenningarborginni? E.s. Mæli síðan eindregið með því að þú stundir loppumarkaðinn í Amsterdam á laugardögum - algjör gullnáma :D
Kveðja úr sumarblíðunni á klakanum.

lindadogg said...

Hae saeta, rosa list mer vel a thig ad hafa skellt ther til Hollands... mer langadi alltaf ad fara thangad, bara erfitt ad finna skola thar. Thad er einmitt svo mikid af tattuverudum gaejum her ad mer er farid ad finnast ther svaka saetir... vill helst na mer i einn slikan... (sem sagt enn single - sumt breytist seint hihihihi). Getur bara vel verid ad madur skelli ser i helgarferd til Hollands... ef svo tha verd eg i bandi.

Bestu kvedjur fra London,

Linda