Monday, August 13, 2007

Hér er ég nú

Ég er komin til Niðurlanda og mér líður vel. Hér er gott fólk sem dekrar við mig, góður bjór og hér veður allt í kúrekum. Já og hér verð ég næstu tvö árin hvorki meira né minna. Ég er nú ekkert alveg að átta mig á því. Var í svona "nettu" dramakasti áður en ég flaug burt af skerinu. Tárakirtlarnir óvenju virkir. Mér fannst auðvitað besta ráðið við því vandamáli að drekka bara svolítið mikið og djamma svona síðustu helgina mína. Ég fann alveg stuðið in Rvk city og meira að segja smá svona last minute romance líka. Gaman að því. En hér er ég nú og finnst ekki seinna vænna en að koma mér fyrir. Enda búin að vera hér í tæpan sólahring. Er því búin að fá mér hollenskt síamnúmer, sem er: 0031648648073 og drekka mikið af heineken. Á morgun ætla ég að reyna að finna mér hjól og kærasta. Drífa í þessu bara.
Ást og túlípanar, best að skrá sig á þessa blessuðu facebook.

3 comments:

Anonymous said...

Við elskum þig

Anonymous said...

Já gott þér líður vel þarna. Hvernig gekk að finna hjól? Geri ráð fyrir að það hafi ekki verið neitt mál að redda kærasta.

Sigrún

Anonymous said...

já þú slærð alltaf í gegn hvar í heiminum sem þú ert... gott að allt gengur vel og frábært að hafa hitt þig í Eymundson. Ást og kossar