Það er föstudagskvöld og ég er ein heima í herberginu mínu að drekka rósavín, hlusta á Tom Waits og hengja upp eyrnalokkana mína. Ég sakna vina minna. Meira að segja Hrafnhildur er á skeri. En hér er ég. Ráfaði um borgina í mestallan dag. Sá ekkert mjög marga kúreka. Þetta er kannski bara allt farið að venjast. Á morgun ætla ég að sofa út og ráfa svo svolítið meira um borgina. Kaupa mér kannski blómavasa og pott.

Svona var stemmningin kvöldið áður en ég yfirgaf skerið

Svona var stemmningin í Berlín

Og svona er hún í Hollandi (cause we are two ladies!)
4 comments:
djö eruð þið flottar með hattana.
Djö erum við flottar! Áður en við fórum að grenja...
Það er bara mannlegt og eðlilegt að grenja svolítið!
Thessi lysing minnir mig a fyrstu helgarnar minar i New York, ein heima ad hengja upp eyrnalokkana mina og hlusta a goda tonlist:) Thad er alltaf sma erfitt ad flytja til utlanda... en svo verdur thetta gedveikt gaman!
Post a Comment