Við Brynja keyrðum í Botnsdal í Hvalfirði í dag með franskan chaumes ost, ítalska salami, baguette, lífrænt 75% súkkulaði, kransakökur og ávaxtasafa í bakpokunum. Eyddum svo þessum sólríka degi í át og göngu upp að Glym (og yfir ánna og niður hinumegin). Og ræddum Proust og Gunther Grass, Megas, prjónaskap og að sjálfsögðu strákana. Þvílíkur endemsi unaður. Okkur fannst við mjög töff típur þar sem við óðum hverja ánna á fætur annarri og stoppuðum til að fá okkur ostbita. Veltum því svolítið fyrir okkur hvernig stendur á því að við þykjum ekki stórkostlegustu kvenkostir. Við, leggjalangar, vel lesnar og barmmiklar, sem vöðum ár í frístundum og bökum kanelsnúða og förum á rokktónleika þess á milli. Hvernig stendur á því að við leikum enn lausum hala en erum ekki lofaðar fjallmyndarlegum bóhemískum útivistartípum.
Já þetta er óskiljanlegt alveg.
Brynja veður litla á
Ég
Jæja Proust bíður.
5 comments:
Í guðs bænum taktu þessa mynd út!
Nei þetta er sjúklega góð mynd af þér. Í alvöru sko.
Töffarar.
komóún!
mér finnst þetta nú ekkert sérstaklega góð mynd af Brynju.
Post a Comment