Stundum líður mér eins og djöfulsins lúser.
Þetta gerist ekki þegar ég ber mig saman við vini mína sem hlaupa nú upp metorðastigana og unga út afkvæmum og gera upp íbúðir í hjáverkum. Og þetta gerist ekki heldur þegar ég skoða bankareikninginn minn sem er alltaf í mínus eða þegar ég bíð eftir strætó í rigningunni. Nei þetta fólk má eiga sitt líf í friði og ég samgleðst þeim en öfunda ekki. Og það er mitt val að taka strætó og bankareikningurinn, hver nennir að spá í péníngum!
Þetta gerist bara stundum þegar ég ber mitt líf saman við fólk sem lifir lífinu eins og ég lifi því, bara aðeins betur. Þetta eru ungu konurnar sem ganga aktsjúallí í öllum fínu skónum sem þær eiga en ekki gatslitnu strigaskónum alla daga. Þetta er fólkið sem er ekki með eilífa óléttubumbu af bjórdrykkjunni (eða kann allavegana að klæða hana af sér). Þetta er fólkið sem talar tungumálin sem ég hef aldrei getað lært, hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan og eitt hálfri ævinni á framandi slóðum. Þetta eru konurnar sem hafa lesið allar heimsbókmenntirnar sem ég á aldrei efitr að nenna að lesa og hafa skoðanir á öllum kvikmyndunum sem ég horfi heilalaus á. Þetta er fólkið sem hlær kannski aðeins meira en ég, dansar meira, og fær ekki jafn mikla timburmenn og ég. Síðast en ekki síst eru þetta konurnar sem lenda á sjéns með aðeins fleiri og aðeins sætari og ferskari kúrekum en ég. Já það er þegar ég ber mig saman við "þetta fólk" sem mér líður pínulítið eins og lúser.
En í dag sem og flesta aðra daga er ég tótallí ei vinner. Ég eyddi deginum (og gærdeginum reyndar líka) líkt og túristi í Reykjavík. Rölti um borgina, drakk kaffi hér og þar, fór á myndlistarsýningu, gaf öndunum brauð, gekk um höfnina, tók myndir og sat á bekk. Ég borðaði humarsúpu á Sægreifanum og drakk kakó í Ráðhúsinu. Ég drakk kaffi í Eymundsson og lét mig dreyma um ferðalag til Mauritius eða Martinique á meðan ég mændi út yfir niðurringdan líðinn í Austurstrætinu. Ég skal jafnvel birta myndir af þessu við tækifæri.
Mig langar á Sirkus í kvöld að dansa en ætli maður húki ekki í vinnunni í nótt og skelli sér svo á fjall í fyrramálið.
Góða helgi kæru vinir og vandamenn, lovyaall!
5 comments:
Þú kannt svo sannarlega að lifa og njóta. Hef oft dáðst að þér fyrir það. Hverjum er ekki sama um bumbur, bankainnistæður og bókmenntir?
Þú ert totally hot lífskúnstner yourself honey.
af hverju ferðu ekki að læra á fagott gunnhildur?
þú er nefnilega fullkomin, rétt eins og fagott hljóðfærið.
bestu kveðjur frá hinni lævísu lundúnarborg.
Mér finnst ég skynja örlitla kaldhæðni í þessu hjá þér Kata.
nei ekki nein kaldhæðni.
mér finnst þú mjög fullkomin og vissi ekki hvernig ég átti að miðla því til þín fyrr en allt í einu bankar upp á orðið "fagott" í huga mér.
kannski ætti ég að vera einhvers staðar þar sem eru langir hvítmálaðir gangar.
Mér fannst þetta blögg töff og mér finnst þú töff.
það var það sem ég vildi segja.
Eigðu nú stórkostlegan þriðjudag dúfan mín.
Post a Comment