Ég gekk ekkert um gula móa um helgina né söng fyrir orkídeurnar. Ég fór hinsvegar á reyklausan bar og talaði við ótal föla besservissa. Þeir biðu í röðum eftir að fá að romsa út ræðum um eigið ágæti við La bombe sexuelle. Allt einhverjir lúðar, að sjálfsögðu. Svo fór ég í sveitina og át yfir mig af lambakjeti og heimabökuðu. Held ég þurfi að drífa mig nokkrar ferðir upp Esju í vikunni til að streitast á móti óléttubumbunni.
11 comments:
Skoraðu endilega á mig á Esjuna við tækifæri. Er komin með pattaralega pizzu- og pastaístru eftir Ítalíu.
Hæ sæta mín, ég er sko alveg til í annaðhvort sunnudag eða mánudag...hvort hentar þér betur?
svo margir lúðar... svo mikill tími.
Gunnhildur - karlmenn eru óþarfir. Það er til svo mikið af góðum kemiskum lyfjum sem koma manni í sama ásatand og eftir gott ririldi og raftækjum sem gera sama gagn og þeir. Telling jú, annað er vesen.
Ása pjása
Kanntu annan Ása?
Svo skein bara sólin seinni partinn!!
Hver kemur með á esjuna í dag? seinnipartinn
já já... það held ég nú, tussulepparnir ykkar
...kvísl...ég var bara að djóka :-)
Ása pjása
Breezerinn er kominn með þetta fína Esjuþol og við lölluðum saman upp og niður í dag í rokinu og rigningunni. Þú kemur með næst!
Kemégmeð!
Post a Comment