Orkídeurnar mínar eru að blómstra aftur. Það gleður mig alveg ótrúlega mikið.
Ég var líka glöð að komast á topp Esjunnar í fyrradag.
Og ég er sjúklega glöð með að vera komin í helgarfrí. Nú er bara spurningin hvort ég ver henni í að vera heima og klappa orkídeunum um fagurgræn blöðin eða arki um gulgráa sinuna á fjöllum!
Ég er allavegana alveg búin að gefast upp á því að kíkja á kúreka á börum bæjarins. Þeir eru allir svo fölir og miklir menningarvitar og vita ekki neitt.
Ég held enn meydómnum en á nýja gula skó. Glöð með það og þá.
4 comments:
Gaman að heyra hvað þú ert glöð og að þú sért staðráðin í að halda í meydóminn en um sinn...ég geri það sama. En góða mín, hvenær eigum við að taka brunchinn sem klikkaði um daginn?? Ég er til sem fyrst!
Kv. Elín
Hæ gunnsa... long time no hear. Fía hérna í flórdal. Var með þér í sálfræðinni. mannstu "það má ekki...".... o.s.frv. Kúl síða. Gaman að lesa um ævintýri la bombe sexuelle!
fía
Líst líka betur á sinufjöllin á gulum skóm
Til hamingju með orkídeurnar, ég er enn að vinna í mínum.
Post a Comment