Tuesday, April 10, 2007

Gaman að þessu

Ég sit nú heima og sötra Veuve Clicquot úr kristalskampavínsglösum, anga af dýrindis Aveda snyrtivörum í nýrri silkiblússu, með leðurhanska, nýtt hálsmen, eyrnalokka og silkiklút. Er með nýja tónlist í eyrunum úr nýja ipodinum og horfi á Best Little Whorehouse in Texas. Tel á sama tíma klinkið og reyni að ákveða hvert útí heim ég eigi að fljúga. Dáist svo að sjálfsögðu að nýja listaverkinu mínu og reyni enn að halda lífi í blómunum. Takk fyrir mig. Elska ykkur öll.
Í gær fór ég hinsvegar að hlusta á Björk. Mikið fannst mér gaman. Þetta var bara helvíti flott hjá henni kellingunni. Gef lítið út á kvartanir um að hún hafi ekki tekið nógu mikið af nýjum lögum og að hitt og þetta hafi ekki verið nógu gott hjá henni. Hún var djöfulli kröftug, blásarastelpurnar voru góðar og það var auðvitað bara snilld að hlusta á dúettinn með Antony. Síðasta lagið var líka snilld, greinilega undir miklum áhrifum frá Rass, og það eru nú ekki leiðinleg áhrif. Hot Chip voru líka ansi hressandi. Boston líka hressandi. Og ég var hress. Þrátt fyrir að þurfa að standa úti í rigningunni í góðan klukkutíma til að kaupa mér miða á síðustu stundu á meðan allir vinir mínir strunsuðu inn á gestalista. Helvítis listaspírupakk. Nei djók.
Nú já já og svo er maður auðvitað rétt að koma niður á jörðina eftir frábæra Pólandsför. Ég eignaðist góða vini þar.




Ragna líka


Og við vorum líka mjög góðar vinkonur í Kraká





Jamm og já já gaman að þessu

3 comments:

Anonymous said...

Já, gaman að þessu :-)

Anonymous said...

jahá aldeilis gaman að þessu! stórkostlegt!!! oh hvað við erum sætar! ánægð með þessar myndir...takk fyrir frábært frí!!! gaman að frissa og félögum...
nú er 24stiga hiti og sól hér í manc, komdu í grill kl.3, ég á fullt af pólskum vodka ;)
na zdrowie!!! xx

Hrólfur S. said...

Ég er svo ánægður með þig, Gunnhildur.