Vongóð og afar bjartsýn, fersk og frekknótt eftir sumarið, keypti ég stóran smokkapakka í apótekinu í haust. Með það mjög sterklega á tilfinningunni að eitthvað væri um það bil að fara að gerast í ástarmálunum hjá mér (eða allavegana kynlífsmálunum). Pakkinn liggur óopnaður aftast í eldhússkúffunni, týndur bak við reikninga, kvefmeðul og verkjalyf. Jónína hefur ekki einu sinni haft fyrir því að opna hann þrátt fyrir að ýmislegt virðist hafa gerst í hennar ástarmálum. Ætli ég taki pakkann ekki bara með til meginlandsins og treysti á að einhver hollenskur kúreki (nú eða túlípanabóndi) kunni að meta snilld mína og síðuspik. Ég veit ekki afhverju mig langaði að deila þessu með ykkur. Það er allavegana ekki vegna þess að móðir mín og faðir hafa víst verið kynnt fyrir skrifum La bombe sexuella. Mamma sagði bara að þetta væri hálfgerð vitleysa hjá mér en brosti þó út í annað. Hún er farin að kannast við uppátækin hjá örverpinu sínu.
Nú! já já! Ég hef velt því mikið fyrir mér að fara í blogghlé þar sem ég hef ekkert nennt að skrifa undanfarið. Og ekki hef ég staðið við það að skrifa bara um pólitík og bókmenntir á nýju ári. Ég nennti ekki einu sinni að skrifa almennilega um menningarreysuna miklu til lans engla og póls. Mér fannst myndirnar frá Póllandi bara segja svo miklu miklu meira en mörg illa ígrunduð orð. Og þessar myndir frá Manchester finnst mér líka segja mikið um stemmninguna þar. Tvær blindfullar íslenskar stelpur og ein bresk/kínversk á bleiku klósetti í spilavíti!
6 comments:
Guð minn almáttugur!
Hvað?
Gekk ég of langt. Særi ég með þessum skrifum og myndbirtingum bligðunarkennd ungra einhleypra kvenna í miðbænum og mæðra vina minna í úthverfunum?
Ég vissi bara ekki af þessum smokkapakka þarna ...
Annars finnst mér þú bara dásamlega fyndin :-)
Þú varst að grínast með þetta blogghlé ... er það ekki?
Já og í guðanna bænum ekki skrifa um pólitík og bókmenntir -- það er svo miklu skemmtilegra að lesa um þig og ástarmálin þín.
Ekki hætta!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ásapjása
Þú ert snillingur mín kæra :) Förum að hittast í kaffi eða brunch bráðum, ok? Meikum deit!
Knús, Elín s.
Post a Comment