Mikið er annars gaman á tónleikum. Var á Blonde Redhead í gær. Skemmtilegir tónleikar og þá ekki síst fyrir það hvað Reykjavík! er skemmtileg hljómsveit. Og svo eru bræðurnir í Blonde Redhead svo kynþokkafullir. Væri til í að sofa hjá þeim báðum, helst í einu!!!

Dolly Parton var líka stórkostleg. Hún er auðvitað brjálæðislega hæfileikarík konan og mikill kúlisti. Hún tók alla sínu helstu slagara og reytti af sér brandarana á milli laganna. Hún spilaði á fiðluna, banjóinn, gítarinn, munnhörpuna og píanóið. Auk þess auðvitað að syngja með sinni ýðilfögru söngrödd. Mikið er ég glöð að hafa séð hana á sviði. Nú get ég tekið efri árunum með stakri ró.
2 comments:
Þú ert svo skemmtileg, Gunnhildur. Og gegt sæt.
Takk fyrir það Tinna. Þú ert líka mjög skemmtileg og óg sæt.
Post a Comment