Friday, April 06, 2007

Eg og Dolly

Mér fannst ég svo fín með förðunina og fjaðrirnar að ég tímdi ekki að fara að sofa. Ákvað því að taka nokkrar myndir af mér og Dollý. Ég er auðvitað ekkert alveg í lagi.



Mikið er annars gaman á tónleikum. Var á Blonde Redhead í gær. Skemmtilegir tónleikar og þá ekki síst fyrir það hvað Reykjavík! er skemmtileg hljómsveit. Og svo eru bræðurnir í Blonde Redhead svo kynþokkafullir. Væri til í að sofa hjá þeim báðum, helst í einu!!!


Dolly Parton var líka stórkostleg. Hún er auðvitað brjálæðislega hæfileikarík konan og mikill kúlisti. Hún tók alla sínu helstu slagara og reytti af sér brandarana á milli laganna. Hún spilaði á fiðluna, banjóinn, gítarinn, munnhörpuna og píanóið. Auk þess auðvitað að syngja með sinni ýðilfögru söngrödd. Mikið er ég glöð að hafa séð hana á sviði. Nú get ég tekið efri árunum með stakri ró.

2 comments:

Tinna said...

Þú ert svo skemmtileg, Gunnhildur. Og gegt sæt.

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir það Tinna. Þú ert líka mjög skemmtileg og óg sæt.