Bara svo það sé á hreinu þá vinn ég alveg djöfulli mikið líka. Það er ekki eins og ég hafi ekki mætt í vinnuna seinnipartinn þennan dag og verið að díla við óþolandi unglinga fram að miðnætti, vaknað svo kl.6.50 daginn eftir og haldið áfram að eiga við erfiða unglinga. Ég er ekkert alla daga bara að hanga á kaffihúsum. Það vill bara svo til að ég vel að verja mínum frítíma á þennan hátt. Ef ég ætti minn eigin mann myndi ég að sjálfsögðu verja frítímanum í að búa til börn og ala þau og elda handa manninum mat og prjóna sokka á grenjandi börnin!
3 comments:
Þú gætir tekið að þér niðursetninga og prjónað á þá sokka?
Miklu betri díll að tjilla á kaffihúsum en elda ofan í fjölskylduna. Láttu þér ekki detta í hug að skipta og passaðu þig á að vinna ekki of mikið. Það er hættulegt.
Dytti ekki í hug fyrir mitt litla líf að efast um að þú vinnir nógu mikið eða of mikið. Afbragðsstarfskrafturinn þú og njóttu þess að kaupa fullt af skóm, að sjálfssögðu.
Gaman svo hvað kennarar fá alltaf mikil viðbrögð og hvað þeir þurfa á því að halda að fá stig :)
Sigrún
Post a Comment