Ég var í matarboði í gærkveldi. Gestgjafinn eldaði stórkostlega fiskisúpu og bakaði brauð og köku í eftirrétt. Ég drakk rauðvín með. Stórgott, takk fyrir mig, Hanna. Á eftir fórum við á barinn og þar fékk ég mér jagemeister og dansaði fram á morgunn. Ég er eitthvað hálf slöpp í dag. Hressandi. Held ég liggi bara í sófanum í kvöld. Drekki smá kók og horfi á einhverja góða melankólíska evrópska artí fartí mynd. Eða jafnvel bara Fargo. Langt síðan ég hef séð kyntáknið Steve Buscemi á skjánum. Á morgun ætla ég líka að liggja í sófanum. Bregð mér kannski í Vesturbæjarlaugina og geri svo túnfiskpizzu. Þetta er ágætt líf sem ég lifi.
Óvenju hátt hlutfall rauðhærðra kvenna
Ég hef víst ekki staðið mig í að fræða fólk um ævintýri nágrannans góða. Hann var semsagt handtekinn um síðustu helgi eftir að hafa hent handlóðunum sínum í lögregluna. Daginn eftir var hann kominn út á svalir að viðra sængina sína með sígarettu í munnvikinu. Sængin er enn á svölunum. Maðurinn er auðvitað bara snillingur.
Þemað í afmælinu verður tilkynnt í vikunni. Fylgist með.
Það er svipur með mér og Dorrit, ég get svo svarið fyrir það.
6 comments:
sætust...og það er gott að lifa hinu ljúfa lífi og vera hrókur alls fagnaðar eins og þú virðist vera af myndinni að dæma
mikið var gaman að hitta þig í dag í kjólabúðinni, þú ert ávalt velkomin í kaffi á Snorró.
xx
Já það er vissulega svipur með ykkur Dorrito Mousaka.
Já ég er ekki frá því að það sé svipur með ykkur... hver veit nema þú verðir forsetafrú einhvern daginn, já eða bara forseti... aldrei að vita:)
Mér finnst þú bara miklu sætari.
Þetta er nú eiginlega frábær mynd. Þú verður að klára söguna í rauðkálslasagnaboðinu. xxxx
Post a Comment