Friday, February 23, 2007

Einstæði faðirinn er mættur aftur á tröppurnar með kaffogsígó!!! Jónína heldur því fram að hann hann hafi braggast og sé í skárri fötum. Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og spennandi. Hvar hefur hann verið? Þetta er ótrúlega dularfullt mál.

Ég sendi skólaumsókn nr.2 út í heim í dag. Jeih og jibbícola ;)

Ég hef ekki fengið hamborgara í margar vikur. En hugsa um hamborgara daglega. Verð að fara og fá mér borgara maður! Borðaði hinsvegar sushi með Jakobínu á miðvikudaginn og hvítvín með og súkkulaðiköku og kaffi á eftir. Himneskt.

Ég er að fara að kaupa mér nýja skó á morgun. Sjitt ég fæ stressblandinngleðihnút í magann. Er eiginlega búin að sannfæra sjálfa mig um að ég eigi skilið 3 pör af nýjum skóm!!! Ein hversdagsstígvél í KRON og eina spariskó þar. Og svo eitt par af strigaskóm í Manchester eða Póllandi. Á morgun á ég skilið skó af því ég er sleppa laugardagsvaktinni með unglingunum og er að fara að þrífa klósett og gólf í staðinn og græða á þessum skiptum um það bil 15 þús. krónur. Hvað gerir kona annað við 15 þúsundkall aukalega annað en að kaupa sér nýja skó? Þessi spurning er auðvitað út í hött og óþarfi. Par númer tvö á ég skilið af því ég vinn hjá ríkisstofnun út í rassgati og fæ lítið sem ekkert í kaup nema núna um næstu mánaðarmót þegar ég fæ kauphækkun 10 mánuði aftur í tímann. Þriðja parið á ég skilið af því að ég er að fara í vetrarfrí af því ég vinn á nóttunni og um helgar og jól og páska á ríkisstofnuninni og er farin að vinna aukalega í fatabúð þegar ég er ekki að vinna þar. Og svo hljóta skór að vera ódýrari í Manchester og Póllandi en Rvk city.

Sko ég verð að viðurkenna að ég er enn í vafa um þemað í afmælinu mínu. Valið stendur á milli: París með smá hinti af New York og Shanghai og Ann Nicole Smith, með slurk af Britney Spears og Kate Moss.

4 comments:

Tinna said...

Þú átt alla þessa skó skilið og fleiri til. Viltu skó í afmælisgjöf? (Spyr í von um að verða boðið... er efnileg ANS/KM).

Anonymous said...

Lýst best á þemað: "Ann Nicole Smith, með slurk af Britney Spears og Kate Moss"
Annars styð ég skókaup hvar og hvenær sem er - "þú átt það alltaf skilið" eins og segir í auglýsingunni!

Anonymous said...

Hvernig væri nú að pósa fyrir lesendur í nýju skónum, mig dauðlangar til að sjá.

Annars hugsa ég stöðugt til brúnu hversdagsstígvélana, langar svo í en er staðföst. Samgleðst extra mikið ef þú ert að spóka þig um bæinn í þeim

Anonymous said...

shit, ann nicole, brithey og moss held að það sé ávísun á geðveiki og langtíma skaða.