Tuesday, February 20, 2007

Djup speki

Stundum finnst mér eins og ég eyði of miklum tímá í:
a) að sofa
b) að borða
c) að baða mig, greiða mér, klæða mig, mála mig
d) að hanga
Ég gæti lifað þýðingarmeira lífi ef ég minnkaði þetta til muna. Minnkaði svefninn um 40%, borðaði helmingi minna og hætti að mála mig og klæða mig, nei hætta að pæla í því í hvað ég klæði mig, baða mig bara annan hvern dag og minnkað kaffihúsahangs um 90%. Tímann sem mundi vinnast gæti ég varið í prjónaskap, tungumálanám, lestur fræðigreina og heimsbókmennta. Ég gæti skapað meira og notið þess betur sem lífið hefur upp á að bjóða. Hitt fleira fólk, hreyft mig meira og ræktað heilann.
En stundum finnst mér líka eins og að lífið væri varla þess virði að lifa því ef ég fengi ekki að sofa út, borða vel og mikið og fara í freyðibað. Í dag til dæmis svaf ég til klukkan ellefu, borðaði, fór í bað, málaði mig og sit svo á kaffihúsi með tískublað og kaffi. Svei mér þá ef það eru ekki þessir dagar sem gefa lífinu þýðingu!

Ég verð að biðja ykkur að sýna mér skilning og vera þolinmóð þegar kemur að afmælinu. Þetta er orðið svo svakalegt issjú að ég er barasta komin í algjöra flækju með þetta. Er að hugsa um að sleppa því bara að hafa þema og skera gestalistann niður úr 60 í 30. Stemmningin fer hríðminnkandi! Náði held ég hámarki þarna í vikunni eftir 29 ára afmælið og verður trúlega orðin að engu þann 3.apríl. En það er aldrei að vita nema stemmningin toppi þarna 31. mars. Vonum það besta. Allavegana ekki afpanta flugið heim kæru vinir, heimsborgarar.

4 comments:

Anonymous said...

þetta er bara lognið á undan storminum væna.

Anonymous said...

las loksins bloggið þitt, tilbreyting í því. Væri líka til í að hafa meiri tíma í að sofa, borða og hanga. Ég bíð eftir svoleiðis dögum með tilhlökkun í marga mánuði. Vonast til að ná svoleiðis dögum nú á fimmtudag og föstudag. Maður er nú einu sinni kennarahyski sem vinnur ekki fyrir kaupinu sínu og á ekkert skilið að fá svona vetrarfrí en maður stelst til að reyna að njóta þess samt. Vona að samningaviðræður skemmi ekki hangsið.
Kv, Sigrún

Anonymous said...

Jæja Sigrún mín á bara að koma inn hjá manni samviskubiti. Æhj æhj aumingja þú! Þið í stéttinni vinnið ykkur nú ekki inn stig svona sko.
Gunilla

Anonymous said...

vildi óska að ég ætti svona hangsdaga og gæti bara dúllað ein með sjálfri mér allann daginn. Ekkert mamma, mamm, mamma, þvottur og skítug gólf. Bara endalaust freyðibað(er frekar léleg samt í baði held að metið c 7,5 mín)en lífið er samt alveg ljómandi gott eins og það er. Yfirleitt