Ónefndri vinkonu minni fannst fyrri hluti þessarar færslu lýsa óþarflega mikilli desperasjón. Ég gat ekki gert annað en orðið við bón hennar um að eyða þessum skrifum. En í stuttu máli snérust þau um bar og brjóst og enduðu svona:
Brjóst eru málið. Að þessari niðurstöðu komumst við þar sem ég sat í blúnduskyrtunni hnepptri upp í háls og vinkonan í mörgum lögum af rúllukragapeysum og snérum baki í markhópinn. Já við höfum ekki hugmynd um hvað við erum að gera. Hrólfur var líka hálf ráðviltur þar sem hann stóð í sakleysi sínu á barnum og var áreittur kynferðislega af Andreu Jóns. Hann hélt að hún væri samkynhneigð.
Seinni hluti færslunnar fær að halda sér óbreyttur:
Ég hef verið óvenju önnum kafin undanfarið. Mikið af orkusjúgandi verkefnum í gangi. Stórkostlegir viðskiptasamningar fjölskyldunnar með tilheyrandi viðskiptafundum og látum, ég er farin að vinna í annarri vinnu með, endalaus umsóknarferli fyrir skóla, skipulagning á vetrarfríi, brjálæðislega lifandi social líf og svo er ég farin að stunda líkamsrækt. Janúar hefur því flogið frá mér á ljóshraða og ég er ekki einu sinni búin að hringja í fólk og óska því gleðilegs nýs árs. Verð trúlega að því eitthvað fram á vorið. Og ég sem hlakkaði svo til í janúar og febrúar að vera heim með kertaljós að sauma út.
Eru ekki allir búnir að taka 31.mars frá fyrir afmælið mitt og panta flugfar heim?
Hugmyndir sem komið hafa upp að þema:
Dolly
1920-30
pólskt
himininn
mexíkóst
karabískahafið
Saturday, January 27, 2007
Wednesday, January 17, 2007
STORAR FRETTIR
Ég var að kaupa miða á Dolly Parton tónleika í Manchester 20.mars. Fer með Rögnu og sambýliskonunni. Svo ætlum við Ragna til Kraká. Afmælið verður 31.mars. Það er allt að gerast. Ég er svo spennt ég get ekki skrifað.
Friday, January 12, 2007
Dagdraumar og afrek
Marga dreymir mismunandi dagdrauma. Suma dreymir um upphengd klósett og náttúruflísar á baðherbergið. Aðra dreymir um að upphengd klósett og náttúruflísar hefðu aldrei verið fundin upp, sbr. Hrólfur S. Suma dreymir um að geta bara hætt að drekka. Aðra að bjórinn væri allt að helmingi ódýrari á Íslandinu góða. Suma dreymir aðra veðráttu á landinu, aðra, að eignast bara almennilega úlpu. Mig dreymir um að vera Þyrnirós. Fá að sofa óáreytt í 100 ár. Algjör draumur. Vakna svo upp af værum blundi við koss danska prinsins (hann er alltof góður fyrir þess áströlsku gæru) og stanslaust partý og hamingja næstu hundrað árin. Fullt af ást og allsnægtum. Og ég fengi alltaf að sofa út.
Ég reyndi að vakna klukkan 9:20 í morgun, ég fór á fætur klukkan 11:50. Það er SVO gott að sofa frameftir. Ég afrekaði samt eitt og annað merkilegt í dag. Ég sótti um vegabréf. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan síðasta vor. Jeih nú get ég farið til útlanda án þess að vera í kvíðakasti á flugvellinum. Ég upplifði það í Danmerkurferð síðasta sumar. Með útrunnið vegabréf og niðurgang af stressi yfir að komast kannski ekki með fjölskyldinni til að fagna stórafmæli móðurinnar. Það laug því nefninlega einhver að mér að maður þyrfti ekki vegabréf til Skandinavíu. það er ekki rétt. Ég komst þó með í það skiptið. En til Kraká ætla ég mér með vegabréf í Coco Chanel veskinu AKA farteskinu! Ég skráði mig líka í TOEFL próf núna rétt í þessu. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan í október. Ekki annað að gera í stöðunni en að fagna þessum afrekum með einum eða tveimur bjórglösum. Annars bíður Grafarvorgurinn mín um helgina. Helvítis helvíti.
Úúh ú ú ú ú ú úúúúúúh!
Ég reyndi að vakna klukkan 9:20 í morgun, ég fór á fætur klukkan 11:50. Það er SVO gott að sofa frameftir. Ég afrekaði samt eitt og annað merkilegt í dag. Ég sótti um vegabréf. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan síðasta vor. Jeih nú get ég farið til útlanda án þess að vera í kvíðakasti á flugvellinum. Ég upplifði það í Danmerkurferð síðasta sumar. Með útrunnið vegabréf og niðurgang af stressi yfir að komast kannski ekki með fjölskyldinni til að fagna stórafmæli móðurinnar. Það laug því nefninlega einhver að mér að maður þyrfti ekki vegabréf til Skandinavíu. það er ekki rétt. Ég komst þó með í það skiptið. En til Kraká ætla ég mér með vegabréf í Coco Chanel veskinu AKA farteskinu! Ég skráði mig líka í TOEFL próf núna rétt í þessu. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan í október. Ekki annað að gera í stöðunni en að fagna þessum afrekum með einum eða tveimur bjórglösum. Annars bíður Grafarvorgurinn mín um helgina. Helvítis helvíti.
Úúh ú ú ú ú ú úúúúúúh!
Wednesday, January 10, 2007
Hamskipti
´Brúðkaups´ ferðin mín til karabíska hafsins með sambýliskonunni er orðin að menningar/vodkaferð til Pólands með Rögnu! Hvernig gerðist það, spyr ég sjálfa mig? Martinique og Guadelupe eða Manchester og Kraká. Já það má í raun segja að hér hafi átt sér stað meiriháttar hamskipti. Er þetta ekki merkilegt líf sem við lifum.
Monday, January 08, 2007
Í borginni
Það er spurning hvort að fyrsta helgi ársins gefi tóninn fyrir 2007. Sirkus til sjö, þrítugsafmæli, ný föt, matarboð, kvef, þynnka, eldamennska, bakstur, prjónaskapur, rock og ról og evrópskar niðurdrepandi kvikmyndir. Vinkonurnar á fullu í strákamálunum og ég á kantinum að gefa ´góð´ ráð. Held fast í skýrlífsheiti liðins árs. Allt eins og það á að vera bara. Nema kannski helvítis kvefið og slappleikinn. Óþolandi andskoti. Ég verð að segja að á köflum minnti helgin mikið á góðan þátt í sex and the city. Lætin voru þvílík að afrek og vandræði vinkvenna okkar frá New York bliknuðu á stundum. Ég ætla ekkert að vera að bera vinkonur mínar saman við týpurnar í þáttunum. Þær mega bara velja sér hlutverk sjálfar. Vita trúlega nokkurn vegin hverja ég hef í huga fyrir hvaða hlutverk. Ég ætla hinsvegar að velja Charlotte fyrir sjálfa mig. Tepruskapurinn í hámarki og ég bíð samanherpt eftir hinum eina rétta. Trúi statt og stöðugt á að riddarinn á hvíta hestinum bíði mín þarna úti.
Já til hvers þarf maður ameríska sjónvarpsþætti þegar maður hefur lífið sjálft.
Annars er ég mikið að velta því fyrir mér hvort Will Oldham sé mesti snillingur vorra tíma.
Já til hvers þarf maður ameríska sjónvarpsþætti þegar maður hefur lífið sjálft.
Annars er ég mikið að velta því fyrir mér hvort Will Oldham sé mesti snillingur vorra tíma.
Wednesday, January 03, 2007
Hjonaband
Þetta var frábært brúðkaup. Takk fyrir mig. Og ráðahagurinn góður.
Fríða og Heiðar, megi þið lengi lifa: Húrra húrra húrra húrra!
Takk fyrir lánið á kjólnum Brynja mín, eins og þú sérð var ég svaka sæt og fín í honum.
Brúðhjónin voru líka sjúklega sæt og fín
og brúðurin var í miklu stuði (brúðguminn reyndar líka en ég hef ekki jafn góð sönnunargögn)
Ég var umvafin föngulegu kvenfólki. Orðin hasarkroppur, súpermódel og kynbomba eru oftast notuð um þessar konur.
En mér fannst ekki verra að vera umvafin fjallmyndarlegum karlmönnum, múúúhahahaha!
Nú er ár brúðkaupanna liðið og ár þrítugsafmælanna tekið við. The party must go on and on and on and on úff!
Fríða og Heiðar, megi þið lengi lifa: Húrra húrra húrra húrra!
Takk fyrir lánið á kjólnum Brynja mín, eins og þú sérð var ég svaka sæt og fín í honum.
Brúðhjónin voru líka sjúklega sæt og fín
og brúðurin var í miklu stuði (brúðguminn reyndar líka en ég hef ekki jafn góð sönnunargögn)
Ég var umvafin föngulegu kvenfólki. Orðin hasarkroppur, súpermódel og kynbomba eru oftast notuð um þessar konur.
En mér fannst ekki verra að vera umvafin fjallmyndarlegum karlmönnum, múúúhahahaha!
Nú er ár brúðkaupanna liðið og ár þrítugsafmælanna tekið við. The party must go on and on and on and on úff!
Monday, January 01, 2007
Gleðilegt 2007 og takk fyrir 2006
Jæja þá er víst nýtt ár gengið í garð. Til hamingju með það allir saman. Alltaf svolítið gaman að svona tímamótum. Allavegana ástæða til að fagna og vera glaður. Ég var að vísu drulluþreytt þessi áramótin sökum mikillar og góðrar skemmtunar í brúðkaupi daginn fyrir síðasta dag ársins. Ég var þó ákaflega glöð og drakk sjampó í faðmi fjölskyldunnar og mændi spennt upp í himininn þar til ég var komin með hálsríg. Dreif mig þá heim til að vera nú vel sofin fyrir áramótaræðu forseta vors. Og mikið var þetta ljómandi góð ræða hjá honum Óla okkar. Hann talaði nákvæmlega um það sem hann átti að tala um. Skál fyrir honum. Hann þyrfti samt að fá sér nýjan förðunarfræðing. Meikið sem hann var með var alls ekki hans litur.
Já en jú ætli það sé ekki við hæfi að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum, játa syndir sínar og strengja þess heit að bæta sig.
Árið 2006 var ágætt í alla staði og ég hef staðið mig með miklum ágætum. Ekki margar syndir sem ég þarf að játa. Kannski frekar skortur á syndum sem einkenndi árið. Ég hef staðið nokkuð samviskusamlega við skírlífsheitið og allir þessir sleikir sem ég er alltaf að tala um eru bara óskhyggja. Ég verð meira að segja að viðurkenna að það gerðist ekkert þannig á milli mín og Hrólfs. Við Hrólfur þekkjumst mjög náið og við erum trúnaðarvinir en vinskapurinn er platónskur. Hann bauð mér vissulega í kaffi en seinni myndin er sviðsett. Já það er ekki nóg með að Hrólfur sé mikill listamaður og lífskúnstner, hann er líka mikill húmoristi. Mikill karlkostur þar á ferð sem því miður er ekki og mun ekki verða minn. Já þetta er skrítið líf. Annars afrekaði ég ýmislegt á árinu sem ég er ákaflega ánægð og stolt af. Ég er til dæmis ákaflega ánægð með að hafa ferðast talsvert innanlands og ég er sérlega ánægð með Hornstrandaferðina. Ég er líka ánægð með vinnuna sem ég byrjaði í á árinu. Ég er mjög ánægð með skópörin sem ég fjárfesti í. Ég er ánægð með hvað margar mæður vina minna eru farnar að lesa bloggið mitt. Gott að geta glatt fjölbreyttan hóp fólks með röfli. Svo er ég sérlega stolt af þessari:
Nóg um það.
Um síðustu áramót stengdi ég þess heit að vera dugleg að æfa mig í frönsku og sækja um í námi fyrir haustið. Ég ætla líka að gera þetta að markmiði fyrir árið 2007! Auk þess ætla ég að strengja þess heit að halda upp á þrítugsafmælið mitt með miklum glæsibrag, fara aftur í góða göngu á Hornstrandir (eða kannski eitthvert annað), vera dugleg að hitta fjölskylduna mína og sinna vinum mínum betur. Ég er nefninlega svo heppin að eiga yndislega fjölskyldu og mikið af góðum og sérlega skemmtilegum vinum sem ég hitti því miður alltof sjaldan. Hugsa vel um heilsuna (fara aftur í afeitrun og skokka), vera dugleg að elda og æfa mig í asískri matargerð (og bjóða svo fólki í mat ;), drekka meira kampavín og minni bjór já og bara almennt að vera hress og skemmtileg og sæt og ákveðin á árinu. Ég hef þó leyfi til að taka 2-3 væg þunglyndisköst á árinu.
Segjum það.
Gleðilegt ár, skál!
Já en jú ætli það sé ekki við hæfi að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum, játa syndir sínar og strengja þess heit að bæta sig.
Árið 2006 var ágætt í alla staði og ég hef staðið mig með miklum ágætum. Ekki margar syndir sem ég þarf að játa. Kannski frekar skortur á syndum sem einkenndi árið. Ég hef staðið nokkuð samviskusamlega við skírlífsheitið og allir þessir sleikir sem ég er alltaf að tala um eru bara óskhyggja. Ég verð meira að segja að viðurkenna að það gerðist ekkert þannig á milli mín og Hrólfs. Við Hrólfur þekkjumst mjög náið og við erum trúnaðarvinir en vinskapurinn er platónskur. Hann bauð mér vissulega í kaffi en seinni myndin er sviðsett. Já það er ekki nóg með að Hrólfur sé mikill listamaður og lífskúnstner, hann er líka mikill húmoristi. Mikill karlkostur þar á ferð sem því miður er ekki og mun ekki verða minn. Já þetta er skrítið líf. Annars afrekaði ég ýmislegt á árinu sem ég er ákaflega ánægð og stolt af. Ég er til dæmis ákaflega ánægð með að hafa ferðast talsvert innanlands og ég er sérlega ánægð með Hornstrandaferðina. Ég er líka ánægð með vinnuna sem ég byrjaði í á árinu. Ég er mjög ánægð með skópörin sem ég fjárfesti í. Ég er ánægð með hvað margar mæður vina minna eru farnar að lesa bloggið mitt. Gott að geta glatt fjölbreyttan hóp fólks með röfli. Svo er ég sérlega stolt af þessari:
Nóg um það.
Um síðustu áramót stengdi ég þess heit að vera dugleg að æfa mig í frönsku og sækja um í námi fyrir haustið. Ég ætla líka að gera þetta að markmiði fyrir árið 2007! Auk þess ætla ég að strengja þess heit að halda upp á þrítugsafmælið mitt með miklum glæsibrag, fara aftur í góða göngu á Hornstrandir (eða kannski eitthvert annað), vera dugleg að hitta fjölskylduna mína og sinna vinum mínum betur. Ég er nefninlega svo heppin að eiga yndislega fjölskyldu og mikið af góðum og sérlega skemmtilegum vinum sem ég hitti því miður alltof sjaldan. Hugsa vel um heilsuna (fara aftur í afeitrun og skokka), vera dugleg að elda og æfa mig í asískri matargerð (og bjóða svo fólki í mat ;), drekka meira kampavín og minni bjór já og bara almennt að vera hress og skemmtileg og sæt og ákveðin á árinu. Ég hef þó leyfi til að taka 2-3 væg þunglyndisköst á árinu.
Segjum það.
Gleðilegt ár, skál!
Subscribe to:
Posts (Atom)