Wednesday, November 08, 2006

Stess

Ég er að skoða skóla og sækja um í námi erlendis. Þetta er sérlega streituvaldandi. Þetta þýðir að bíllaus manneskjan þarf að vakna fyrir hádegi og dröslast hingað og þangað um bæinn að sækja meðmæli og einkunnir og prófskírteini og sakavottorð og fæðingarvottorð og ég veit ekki hvað. Svo þarf að láta þíða (vá hvað ég hef ekki hugmynd um hvenær og hvort það er ý í þíðir) allt heila helvítis draslið. Svo þarf ég að skrá mig hér og þar í allskyns próf og í tölvukerfi skólanna. Og svo þarf ég að sannfæra fólk um að gefa mér brilliant meðmæli og krossleggja fingur í von um að blessaðir sálfræðiprófessorarnir í HÍ gefi mér GÓÐ meðmæli en ekki bara einhver mæli. Nú og svo þarf að uppfæra ferilskrána og þýða hana og skrifa ritgerð um hvað það er sem ég ætla mér með þessu blessaða námi. Sem er kannski erfiðasti hlutinn. Það er t.d. mælt með því að ég tilgreini hvaða prófessorum ég hafi áhuga á að vinna með og hvaða rannsóknir mig langi til að gera. Sjæt og mig sem langar bara að vera að skoða skó á e-bay í tölvunni!
Ég er búin að lifa of ljúfu lífi of lengi held ég. Ég hef bara þurft að mæta til vinnu svona endrum og sinnum og einbeita mér svo að því að njóta lífsins. Ég hef mestar áhyggjur haft af því að komast ekki yfir að lesa nógu margar bækur, horfa ekki á nógu margar gæðakvikmyndir, prjóna ekki nógu margar peysur á sjálfa mig og hlusta ekki á nógu mikið af yndislega þunglyndislegri tónlist. Nú og svo hef ég haft áhyggjur af því að hitta vini mína og fjölskyldu ekki nógu oft af því ég þarf svo mikið að vera heima að lesa með kveikt á kerti og Will Oldham á fóninum.
En nú er öldin önnur. Ég er sessagt á leiðinni í nám, búin að skrá mig í Samfylkinguna og ætla nú einungis að prjóna barnaföt á annarra mann afkvæmi, nei annars þarna dreg ég mörkin, ég prjóna BARA á sjáfa mig!
Lifið heil og go Solla go Solla go Solla!

7 comments:

Anonymous said...

Sæl og bless. Sko, ég held að þú þurfir að koma í kaffi. Við Hafsteinn erum einmitt í sömu sporum og reitum hár okkar yfir þessu. Ertu eitthvað að sækja um í USA?

Hölt og hálfblind said...

Neibb, ekki USA, nenni einfaldlega ekki í GRE!!!
Einn í Toronto þó. Mér finnst Kanada mjög spennó.

Anonymous said...

jess en spennandi. Við systurnar komum svo í heimsókn í góða helgarsystraheimsókn. Gangi þér vel með þetta ég veit að þú rúllar þessu upp og færð góð meðmæli og allt það.

Anonymous said...

kúl!!!!
Er sjálf að byrja að skrifa helv...djö...m-ritgerðina mína. Þetta er kvöl og pína með smá gleðirjóma inná milli:-)

Anonymous said...

Jeminn það er aldeilis farturinn á minni. Gangi þér vel með að sækja um skóla. Let me know ef ég get hjálpað eitthvað.
Luvs.

Anonymous said...

Vil minna þig á að þú prjónaðir eitt stykki trefil handa mér forðum daga sem er í sérdelis miklu uppáhaldi. Skil reyndar ekki hvernig þú tímdir að gefa mér hann.

Anonymous said...

Hvert ætlarðu?