Wednesday, November 15, 2006

I know famous people and people who know famous people

Ég er í alvöru að nýta tíma minn í mjög gáfulega hluti. Ég bara gleymdi mér um stund og fór að taka myndir af skónum mínum og ákveða í hverju ég ætla að vera um næstu helgi og þarnæstu helgi og þarþarnæstu helgi og skoða myndbönd á youtube og svona. Ég er þó í raun á kafi í vinnu. Er til dæmis í vinnunni núna (að vísu að blogga í vinnunni en hei allavegana í vinnunni!). Nú og svo er ég langt komin í umsóknarferlinu. Er búin að biðja alla um meðmæli og meira að segja fá meðmæli og skrifa letter of intent, und alles. Ég er að massa þetta.

En mikilvægast af öllu eru auðvitað þær fréttir að ég þekki heimsmeistarann í kraftlyftingum. Spáið í því hvað það er töff. Ég í útlöndum: Jess jess I know the world champion in heavy lifting and I'm like the best friend of Björks baby sitter. Kannski ég láti þessar upplýsingar koma fram í ferilskránni minni.

Þetta Emmylou Harris myndband er svooo fallegt.

2 comments:

Anonymous said...

annað fallegt handa þér: http://youtube.com/watch?v=XytH6l0xChE
Hann er æði.

Anonymous said...

ég hafði mikið gaman af skómyndunum! Og sem sannur kántrí aðdáandi hafði ég mikið gaman af Emmy Lou Harris. Var einmitt að skoða Johnny Cash myndbandið á youtube.
Luvs!