Partýið í gær var ansi hressandi. Skemmtilegt og vel útilítandi fólk á hverju strái. Allir kepptust við að vera fyndnir og ég er ekki frá því að ég hafi náð að segja einn eða tvo sem féllu í góðan jarðveg. Já já.
Ég féll frá elegant þemanu í fatavali og fór í bling bling þemað frekar. Leið held ég meira eins og jólatré en Dorrit. En ég meina jólatré eru fín. Hegðun og framkoma voru heldur ekki svo svakalega elegant. Ég reyndi þó og remdist að missa mig ekki alveg. Það gekk ágætlega. Ég var samt ekki alveg edrú þegar ég kom heim í morgun og skrifaði hressandi færslu (sem hefur nú verið ritskoðuð, sorry). Ég stend þó við hvert orð sem ég skrifaði og þetta með Sævar er satt. Jafnaðarmaðurinn í mér braust fram með miklu offorsi undir hægri halelúja söngnum í veislunni. Mér fannst því ekkert sjálfsagðara en að róninn fengi líka sinn drykk og ætti nú aldeilis skilið að ferðast á sinn náttstað í leigubíl eins og við hin. Það er líka satt að ég ætli að skjóta alla karlmenn í höfuðið með kindabyssu. Ég er búin að gefast upp á þeim fyrir fullt og allt og hugleiði nú í alvöru að gerast lesbía. Ég held að það gæti verið ágætt. Annars var nú góður vinur minn að benda mér á að ég þurfi bara að hætta að fara í öll þessi brúðkaup og gráta það að vera ekki sú heppna. Málið sé að fara að sækja jarðafarir og fagna því að vera ekki sú dauða. Góð hugmynd.
Jæja best að birta nokkrar myndir af öllu sæta sæta sæta fólkinu í brúðkaupinu

Sæt en nei ekki brúðhjónin

Og þær ekki heldur

Hrefna og Hafsteinn, sætu, sætu, sætu

Sæt

Une bombe sexuelle

Sætar
Jæja ætla að haltra á bókasafnið og lesa mér til um lesbíufræði.
5 comments:
ég ætlaði líka einu sinni að gerast lesbía (sama ár og ég reyndi að gerast hægrisinnuð og ætlaði að vera skotin í Arnari Grant) en það gengur ekkert upp.
mikið er Hrefna sæt, Hrefna og Hafsteinn eru bara alveg næstum því jafn sæt saman og Hrefna og Þórólfur
Gott að rauði kjóllinn fékk að njóta sín innan um allan blámann.
Ha ha ha! Gó Þórólfur!
Þú varst stórkostleg innan um alla blástakkana Gunnsla mín... glæsileg og girnileg að vanda!
Post a Comment