Það er komið babb í bátinn. Elegant skandinavian design kjóllinn minn sem Dorrit væri stolt af að eiga er í það þrengsta.
Ég er orðin svo þrýstin eitthvað!
Það er fernt sem ég get gert í stöðunni.
Númer 1. Sleppt því að borða fram að brúðkaupi (1 og hálfur sólahringur), þambað vatn og grænt te, fengið mér shock in naríur og harkað af mér í kjólnum.
Númer 2. Farið í rauða uppáhaldskjólnum sem ég er búin að nota billjón sinnum en mér finnst ég alltaf jafn sæt í.
Númer 3. Skolað það mesta af hvítvíninu úr bláa kjólnum síðan um síðustu helgi og haldið áfram með Dynasty þemað. Ungu sjálfstæðismennirnir hljóta nú allavegana að vera ánægðir með litinn á kjólnum.
Númer 4. Farið í Spútnik og keypt mér glænýjan gamlan kjól.
Hmmm hvað skal gera? Númer 4 er nú ákaflega freystandi valkostur.
Ég var búin að hugsa mér að setja inn mjög svo gáfulega en jafnframt hressandi færslu um upplifun mína af bókinni Í reiðuleysi í París og London (Down and Out in Paris and London) eftir George Orwell sem ég er að lesa. Sú færsla verður að bíða betri tíma þar sem mikilvægari hlutir en heimsbókmenntirnar eru í forgangi í kvöld. Það er rétt hægt að ímynda sér sjokkið sem ég varð fyrir þegar ég uppgötvaði þetta með kjólinn. Þvílíkt áfall á síðustu stundu. En ég er þó allavegana búin með það mikilvægasta fyrir veislu af þessu tagi, að fá mér strípur, fá mér gelneglur, fara í spray tan og plokka AF mér augabrúnirnar, eða ekki.
7 comments:
Ég segi rauða kjólinn! Annars ertu alltaf stórglæsileg Gunnhildur. Gætir þess vegna mætt nakin.
Passaðu þig á því að skyggja ekki á brúðina, sæta :-)
Hrólfur hefur sem fyrri daginn óþægilega rétt fyrir sér. Rauði kjóllinn er stærðfræðilega rétt svar við þessari spurningu. Þó myndirnar að neðan gefi villandi vísbendingar um að blái sé málið þar sem þú ert óaðfinnanleg í honum... rautt, rautt, rautt! fyrir hann vin minn litla indíánann!
Hrólfur!!!
Þú varst nú annsi reffileg í blá dynasty dressinu en ég er sammála síðasta ræðumanni, rauði kjóllinn! Þú mátt ekki gera sjálfstæðismönnum það til geðs að mæta í bláu dressi, já nema þú ætlir að nota það sem trix í að heilla einhvern þeirra upp úr skónum, vertu þá allavega í rauðum undirfötum:)
Já heppin varstu allavega að hafa mátað kjólinn með sólarhringsfyrirvara. Mér þætti skemmtilegast að sjá þig í nýju dressi.
Mér fannst þú gegt flott í þeim bláa.....
Post a Comment